Húnavaka - 01.05.1971, Page 173
HÚNAVAKA
171
Aðalstörf hreppsnefnda voru fátækramálin, en einnig fjallskil,
grenjavinnsla og vegamál, ásamt fleiru, er til féll.
Tekjur hreppa voru fátækratíundin og aukaútsvör, sem jafnað
var niður eftir efnum og ástæðum.
Árið 1887 bar Þorlákur Guðmundsson þingmaður Árnesinga
fram á Alþingi fyrsta frumvarp um að safna í alþýðustyrktarsjóði,
er komið gætu í stað sveitarstyrkja. Hafðist þetta í gegn á Alþingi og
varð að lögum 1890. Skyldu allir, sem ekki voru húsráðendur,
gjalda í alþýðustyrktarsjóð, sem stofnaður var í öllum sveitum og
kaupstöðum, karlmenn 1 krónu og konur 30 aura. Féð átti að
ávaxtast í Söfnunarsjóði í 10 ár og var hreppsnefndum falið að út-
hluta árlega hálfum vöxtum.
Árið 1898 var hreppsnefndum falið með lögum að hafa eftirlit
með fóðrun búfjár.
Þá var tilskipunin 1872 einnig um sýslufélög, en þau skyldu
haldast óbreytt eins og hrepparnir og þurfa lagaheimild til skipt-
ingar. Hreppar kusu einn sýslunefndarmann liver, en þó svo að
ekki yrðu fleiri sýslunefndarmenn en 10. Ef hreppar voru fleiri,
urðu hinir minnstu að skiptast á. Sýslumaður var sjálfkjörinn odd-
viti sýslunefndar. Prófastur átti sæti í sýslunefnd um ákveðin mál.
Vald sýslunefnda var tvíþætt. Þær höfðu ýmisleg völd almennt um
málefni sýslunnar í heild. Þá voru þær settar yfir hreppsnefndir
og mátti áfrýja til þeirra ýmsum ágreiningsmálum, svo sem út-
svarskærum.
Þá voru í þriðja lagi stofnuð amtsráð með tilskipuninni 1872.
Þau voru í fyrstu 3, því að norður- og austuramtið höfðu sama
amtsráð, en árið 1890 var austuramtið skilið frá og stofnað þar
sérstakt amtsráð.
Amtmaður var formaður amtráðs, en auk hans kusu sýslunefnd-
ir í amtinu 2 amtsráðsmenn, allar saman. Amtsráð hafði umsjón
með sýslunefndum, einkum reikningum sýslanna og sjóðum í
vörzlu þeirra. Árið 1890 var amtsráðsmönnum fjölgað, svo að hver
sýsla kaus sinn mann í amtsráð. Þegar stjórnarbreytingin varð 1904
voru amtsmannaembættin lögð niður og amtsráðin ári síðar.
Hér að framan hefur verið drepið á nokkra stærstu þættina í þró-
un sjálfstjórnar hreppanna á 19. öld. Var sú þróun sterkur þáttur í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Á næsta ári er 100 ára afmæli hreppsnefnda og sýslunefnda, því