Húnavaka - 01.05.1971, Page 175
PÁLL JÓNSSON pýddi:
]~fverriig er kossinn?
(Ur dönsku blaði)
Það er kysstst meira á milli jóla og nýárs en aðra tíma ársins.
Fólkið býður hvert annað velkomið með kossum, Jrakkar fyrir gjaf-
irnar með kossum, kyssist undir mistilteininum, og svo allir koss-
arnir og eiðarnir, sem framkvæmdir eru ]>egar klukkan slær tólf.
Norskur lögfræðingur, Jan Rostrup, sem var á ferðalagi, segir
með nokkrum skemmtilegum orðum frá reynslu sinni í þessum
efnum:
KOSSAR í ÝMSUM LÖNDUM
Hvað er kossinn? Það hefur á öllum tímum verið mikið skrifað
um liann, og enn meira talað.
Cyrano de Rergerac spurði með skjálfandi röddu: Koss, koss!
Hvað er það? — Og sænskur gamansöngvari, nú löngu dáinn, sagði
einu sinni: Þar sem stúlkur finnast, þar eru kossar. — Faðir minn
kyssti móður mína á hnakkann, og móðir mín kyssti hann á kinn-
ina.
F.n ég gef ekki mikið fyrir þannig kossa. Einu sinni spurði ég
gamla konu, hvað hún áliti um kossinn. Hún var 82 ára og svaraði:
Koss, ungi maður. Það er mjög áhrifamikil spurning. Koss gefur
okkur börnin meðan þau eru lítil og mennina okkar, ef aðrir spilla
ekki með nærveru sinni. Þannig var það á hinum gömlu góðu
dögum. Nútímakossinn? Humm .... Þér skuluð heldur spyrja
dótturdóttur mína. — Hún var 22ja ára gömul.
Ég fór til hennar og spurði hana. Hún var mjög þroskuð eins og
nú tíðkast.
Koss .... Humm .... maður talar ekki um einn koss. Það er
himneskt. Góðan koss. Ég geri ráð fyrir, að þú skiljir hvað ég á
við: verður maður máttlaus í öllum liðamótum og gleymir öllu.