Húnavaka - 01.05.1971, Page 179
HÚNAVAKA
177
syni, Eysteinssonar. Þar kynntist hann stúlkunni Elínborgu Guð-
mundsdóttur frá Kringlu í Torfalækjarhreppi, sem hann svo kvænt-
ist 2.1!. febrúar 1922. Reyndist hún honum hinn traustasti förunaut-
ur, ástvinur og húsmóðir. Á árinu 1925 fluttu þau hjónin til Blöndu-
óss og áttu þar vinmargt og vistlegt heimili æ síðan. Þau eignuðust
eina dóttur, Önnu Guðbjörgu, sem gift er Trausta Kristjánssyni
bílstjóra, en þau eru búsett á Blönduósi. Auk þess ólu þau Elínborg
og Jón upp dótturson sinn, Jón Stefni.
Síðustu æviár sín gekk Jón ekki heill til skógar. Hann varð bráð-
kvaddur á Blönduósi 1. apríl 1968.
Jón var félagslyndur. Félagsstarfsemi sína hóf hann í ungmenna-
félagi, jregar hann dvaldi í Meðalheimi.
Hann var baráttumaður. Hann gekk fram fyrir skjöldu í verka-
lýðsbaráttu á Blönduósi. Gekkst hann Jrar fyrir stofnun verkalýðs-
l'élags og var formaður þess um 20 ára skeið.
Jón var gleðimaður. Hann var lengi fram eftir árum aufúsugestur
á skemmtisamkomum í sveit sinni og víðar. Þar var hann oftast
skemmtikraftur. Hann hafði fallega tenórrödd og var því oft feng-
inn til þess að syngja á samkomum, bæði gamanvísur og ýmis ein-
söngslög. Ennfremur starfaði hann lengi í karlakór, en var um skeið
í kirkjukórnum á Blönduósi.
Hann var starfsamur. Störf hans voru óvenju fjölþætt, eins og nú
skal lauslega sagt frá. Hann var lengi við brúa- og ræsagerð víða um
Norður- og Austurland á sumrum, en við skósmíði á vetrum. Um
skeið var hann verkstjóri og uppskipunarformaður á Blönduósi.
Einnig var hann lóðs. Fyrsti slökkviliðsstjóri á Blönduósi var hann.
Það var vissulega sannmæli, að ,,hann lagði gjörva hönd á margt“.
Hann var kennari. Það starf var honum einkar hugleikið. Um
tíma var hann farkennari, en hóf kennslustörf sín sem heimiliskenn-
ari. Hvernio honum fór kennarastarfið úr hendi, verður bezt að
o
vitna í bréf frá skólanefnd Engihlíðarhrepps, þar sem segir svo m. a.:
„. . . Við biðjum fyrir innilegar þakkir frá okkur fyrir störf hans öll
sem kennara, þau 6 ár, sem hann gegndi kennarastörfum hjá okkur.
Hann lagði sérstaka alúð við þetta starf, var ætíð fús til aðstoðar og
leiðbeininga, jafnt — að segja má — utan skólatíma og í kennslu-
stundum . . .
Hann var skáldmcellur. í eftirmælum um hann, segir einn vina
hans: „Ég vildi að maður hefði fengið að njóta einhverra af hans
12