Húnavaka - 01.05.1971, Síða 182
180
HÚ NAVAKA
10. júní 1880. Olst hann þar upp í glöðmn «g elnilegmn systkina-
hópi «g í þessu sérstaklega hlýlega og aðlaðandi umhverti <")!! sín
æsku- og unglingsár. Kkki er fráleitt að hugsa sér, að umhverfið,
sem fólk elst upp við eða hefur daglega lyrir augum, hafi nokkur
áhrif ;í skapgerð þess og framkomu og víst gæti það átt við um
Kristján í Hólum.
Kaðir lians, Vigfús, halði lært járnsmíði í Reykjavík áður en hann
fluttist norður og vel kann það að liafa stutt að því, að hugur Krist-
jáns hneigðist til þeirrar iðngreinar. Um tvítugsaldurinn fór hann
til Akureyrar til Sigurðar járnsmíðameistara þar, nam járnsmíði hjá
honum og Iauk námi í þessari grein. Að því húnu fór hann svo
aftur lieim til foreldra sinna og vann að búi þeirra fyrst um sinn
jalnframt járnsmíðinni.
Arið 1911 tók hann svo sjálfur við búi í Vatnsdalshólum og bjó
þar að mestu óslitið í meira en hálfa öld, eða þar til dóttir hans, Mar-
grét, tók við búsforráðum 1965. Kyrstu búskaparárin voru foreldrar
hans hjá honum, faðir hans til ársins 1925, er hann andaðist, og
móðir hans til 1945 og annaðist hún lengi, eða meðan heilsa og kraft-
ar entust, innanhússtörf lyrir hann, en síðustu 15 árin lá hún rúm-
lbst og naut þá góðrar umönnunar sonar síns og vandafólks.
Kristján var mesti dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, fjöl-
hæfur og laginn til allra verka. liúskapur hans mátti segja að gengi
ágætlega cftir öllum aðstæðum. Hann bjó að vísu aldrei neitt
sérlega stórt, en þess bera að gæta, að hann var ókvæntur alla tíð og
varð því oft að búa með vandalausum ráðskonum og þótt þær geti
verið góðar, þá þykir það naumast eins hagsældarlegt og að njóta
samhjálpar og samhugar góðrar eiginkonu. I annan stað mátti segja,
að hann væri ekki mikið meira en hálfur við búskapinn. Járnsmíð-
ina stundaði hann alltaf meira og minna jöfnum höndum. ög þegar
þess er gætt, að hann var helzti járnsmiðurinn í héraðinu og enn-
fremur að liann var sá bónbezti og hjálplegasti maður, sem hugsazt
gat, þá er auðvelí að gera sér í hugarlund, hve frátafirnar frá heim-
ilinu og búskapnum voru gífurlega miklar, enda vissu kunnugir vel,
að sú var raunin á. Má því í raun og veru undrast hversu vel og
snurðulaust búskapurinn gekk hjá honum og hversu mikið hann
lékk framkvæmt til umbóta á jörðinni. Fyrir allmörgum árum byggði
hann steinsteypt íbúðarhús rnjög við hæfi jarðarinnar og kom það
í stað hrörlegs torfbæjar, sem áður var þar. Sumt af útihúsum byggði