Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 183
HÚNAVAKA
181
hann einnig úr varanlegu efni, svo sem hlöðu og gripahús. Þá bætti
hann túnið að verulegu leyti og jók við það þrátt fyrir erfið skilyrði
í því efni og setti upp miklar girðingar. Var Kristján líka í eðli sínu
mikill framfara- og umbótamaður. Hann var glöggur á skepnur og
hafði gott vit á meðferð þeirra. Átti hann um tíma allmikið af hross-
um, þar á meðal ýmsa góðhesta og stundaði tamningar lengi fram
eftir ævinni.
Hinn þátturinn í lífsstarfi Kristjáns var handverkið eða járnsmíð-
in, og ég held að óhætt sé að fullyrða, að hann liafi staðið framarlega
í sinni iðngrein. Hann þótti ágætur smiður og var mikið sótt til
hans, ekki aðeins úr næsta nágrenni heldur langtum víðar að. Ég
tel t. d. víst, að hann hafi ekki haft neina tölu á þeim skeifnagöngum,
sem hann smíðaði um ævina, en alveg er víst að þeir hafa verið
óhemjumargir — líklega enn fleiri en Vatnsdalshólarnir, þótt ótelj-
andi séu sagðir —. Hann var hamhleypa við þessar smíðar. Ég man
ekki glöggt, hvað hann sagðist venjulega hafa verið lengi að smíða
ganginn og járna hestinn, en mér fannst það ótrúlega stutt. Ég hygg
því að segja megi, að eins og Kristján var hlutgengur sem bóndi,
hafi hann ef til vill ekki verið síður hlutgengur sem smiður, þrátt
l’yrir tvískiptingu í störfum.
Tvennt var það einknm, sem mér fannst einkenna Kristján í Hól-
um, framkomu hans og samskipti við aðra menn. Annars vegar var
jrað óvenju mikið glaðlyndi, gamansemi og æðruleysi í öllum hlut-
um og hins vegar frábær bóngæði, hjálpsemi og fúsleikur að liðsinna
öðrum og það alveg eins, jrótt hans eigin störf og þarfir yrðu fyrir
jrað að sitja á hakanum. Fyrstu kynni mín af honum voru þau, að
er ég fór suður í skóla í fyrsta sinn, fór ég á hesti ásamt fleira fólki
til Borgarness. Var Kristján fylgdarmaður okkar og tók hestana til
baka. Mun hann alloft hafa farið slíkar ferðir. I Jretta sinn gerðist
ekkert sögulegt, en ég fann samt, að gott og tryggilegt var að njóta
fylgdar hans. Næst minnist ég hans á markaði á Sveinsstöðum. Hann
var að hjálpa ýmsum við járningu söluhrossa og annað, er með
þurfti. Þar heyrði ég markaðshaldarann, sem mun hafa verið Guð-
mundur Böðvarsson, sem víða fór um í Jrví skyni, lýsa því yfir í við-
tali við mann þar, að Kristján í Hólnm væri sá allra liðlegasti og
greiðviknasti maður, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt. Sjálfsagt
hefir hann áður notið fyrirgreiðslu hans og hjálpsemi og glöggt er
gestsaugað.
o o