Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 184
182
HÚNAVAKA
Eftir að ég var orðinn svo að segja nágranni hans, furðaði mig
ekki á þessum vitnisburði. Þá var oft leitað til hans af mér og mínu
heimili og sjaldan án árangurs. Það mátti heita föst venja, ef eitthvað
fór aflaga eða bilaði, að leita til Kristjáns í Hólum. Því var fastlega
treyst, að hann mundi hjálpa, ef nokkur tök voru á, og einnig, að
hann kynni ráð við flestu, sem laga þyrfti. Það var oft minnzt á það,
hvernig fara ætti að, ef Kristján væri ekki í nágrenninu. Og þótt
við höfum ef til vill meira leitað til hans en ýmsir aðrir, sem meira
voru sjálfbjarga, þá hygg ég að margir hafi svipaða sögu að segja um
hjálpsemi hans og greiðvikni.
Hitt, sem einkenndi Kristján svo mjög, var að sjaldan hittist svo
á að hann væri ekki í góðu skapi, tilbúinn að gera að gamni sínu og
sjá alltaf einhverjar bjartar hliðar á hverju einu. Hann var þess
vegna góður félagi, gestrisim. og skemmtilegur í allri umgengni.
Ekkert var fjær honum en að æ^rast, þótt á móti blési og erfiit væri
fyrir fæti enda úrræðagóður í h 'erjum vanda. Hann var mjög vin-
sæll af öllum, sem kynntust hoium, og munu margir minnast hans
með hugheilu þakklæti fyrir störl hans í þeirra þágu, fyrir greiða-
semi hans og hjálpfýsi.
Fyrir allmörgum árum hafði Kristián gefið Húnvetningafélaginu
í Reykjavík einn hektara lands úr jörð sinni, sunnan í hólunum,
þar sem nú er Þórdísarlundur með trjáreit og minnismerki. Sem
vott þakklætis sendi félagið fagran blómvönd á kistuna við útförina.
Kristján í Hólum eignaðist tvær dætur. Er önnur þeirra Kristín
Sigurrós, búsett í Hveragerði og á hún tvo syni. Hin er Margrét,
húsfreyja í Vatnsdalshólum, sem býr þar með tveimur börnum sín-
um. Hafði hún lengi verið þar með föður sínum, staðið fyrir búi
hans og stutt hann í störfum, er aldur færðist yfir hann og verið
hans önnur hönd. Er hann hætti búskap tók hún við og mundi hon-
um það kært, að afkomendur hans og ættingjar fengju að njóta
þess fagra staðar, sem hann hafði bundið bernskutryggð við og þar
sem hann hafði átt heima alla ævina.
Kristján hafði verið heilsuhraustur um ævina. Aðeins síðasta ára-
tuginn tók hann að kenna sjúkleika, sem ágerðist og heltók hann
loks allan. Hafði hann nú verið 5 ár á sjúkrahúsinu á Blönduósi,
þrotinn að kröftum. Andaðist hann þar 3. þ. m. níræður að aldri
og var jarðsettur að Þingeyrum 10. sama mánaðar.
Reykjavik, 18. okt. 1970.