Húnavaka - 01.05.1971, Page 186
184
HÚNAVAKA
Árið 1962 seldi Snorri Hótel Blönduós, og hefur það örugglega
verið hans ósk við það tækifæri, að það mætti vaxa og dafna hjá
hinum nýja eiganda.
Snorri Arnfinnsson var um margt sérstakur maður. Hann var
óvenju sterkur félagsmaður, ósérhlífinn og skapandi í félagsstarfi.
Aðstaða sú, er hann hafði yfir að ráða í sambandi við húsnæði og
veitingar á Hótelinu var ekki talin eftir eða reiknuð oft á stundum.
Þar voru flestir velkomnir með sína félagsstarfsemi fyrir lítið eða
ekkert gjald. Þetta var að sjálfsögðu lyftistöng alls félagslífs á
Blönduósi.
Ungmennafélögin og ungmennafélagsskapurinn áttu veglegt sæti
í hug Snorra, enda helgaði hann þeirri hugsjón miklu starfi. Hann
var einn af hvatamönnum að endurstofnun U.M.F. Hvöt á Blöndu-
ósi árið 1947 og formaður þess um árabil. Form. U.S.A.H. var Snorri
kosinn 1954 og gegndi því starfi til ársins 1959, eða um fimm ára bil.
Á þessu tímabili, frá árinu 1943, cr snorri flytur til Blönduóss,
ogfram um 1960, eru mikil umskipti í starfi Ungmennasambandsins
og átti Snorri drjúgan þátt í þeim umsvifum. Árið 1948 var hug-
myndinni um skeinmtiviku Húnvetninga hrundið í framkvæmd og
Ungmennasambandið hélt sína fyrstu Húnavöku. Snorri heitinn bar
þessar skemmtanir alltaf mjög fyrir brjósti og lagði mikið á sig svo
þær gætu orðið sem veglegastar og Sambandinu til sóma.
Sem formaður Ungmennasambandsins vinnur Snorri að stofnun
Félagsheimilisins á Blönduósi, og 1957 er eigendafélag stofnað. Þar
gerist Ungmennasambandið eignaraðili með 15% eignaraðild. Stór-
hugur og framsýni ríkti ætíð í gerðum Snorra.
Mörg fleiri félagsmál mætti nefna, er Snorri Arnfinnsson starfaði
að, bæði fyrir Ungmennasambandið og aðra aðila, þótt ekki séu til-
greind hér. Þó langar mig að minnast enn á eitt. Síðla vetrar 1968
tekur Snorri heitinn sér ferð á hendur suður á land, þá farinn að
líkamlegri heilsu, situr ársþing íþróttasambands íslands, sem fulltrúi
Ungmennasambands Austur-Húnavatnssýslu, og gerist í sömu ferð
sölumaður Sambandsins og selur Húnvetningum syðra skuldabréf
Ungmennasambandsins til styrktar starfseminni hér heima. Mér
finnst þessi ferð lýsa vel hinum mikla dugnaði og kjarki, er Snorri
hafði yfir að ráða, þrátt fyrir líkamlega vanheilsu.
Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Snorra Arnfinnssyni mjög
vel. Fá notið tilsagnar hans í félagsmálum og síðar aðstoðar. Það