Húnavaka - 01.05.1971, Síða 190
PF.TIIR IMNGJALDSSON:
Þorbjörn Bj
örnsson
Er vér ferðumst um land vort, þá gleður það augu vor mest, að sjá
reisuleg, íslenzk sveitabýli, er falla vel inn í umhverfi sitt. Hefur
þar á ýmsu oltið á vorri öld. Sum liafa horfið, en önnur ný hafizt til
frama. Þó eru þau mörg gegnum aldirnar, er hafa haldið reisn sinni,
er öndvegis húhöldar og emhættismenn hafa setið. F.itt þeirra er
Geitaskarð í Langadal, er á rnerka sögu og þykir þar fólki gott heim
að líta, er í vallgrónu túni, með fallegan hyggðahring, getur að líta
miklar hyggingar, er hera af í hreinum stíl og snyrtimennsku. En sá,
er sat þennan stað um áratugi at reisn og húhyggindum, var Þorbjörn
Iijörnsson, er andaðist 14. maí 1970. Hóf hann þar húskap 1925 og
dvaldi jrar sín heztu manndómsár.
Þorbjörn Björnsson var fæddur 12. júní 1886, að Heiði í Göngu-
skörðum í Skagafirði. Var hans foreldri Björn Jónsson og kona hans,
Þorbjörg Stefánsdóttir, er lengst hjuggu á Veðramóti. Var Björn
Jónsson Húnvetningur, kominn af góðum ættlegg af Skagaströnd, er
hafði húið á hæjunum Vindhæli og Háagerði. Þorhjörg Stefánsdóttir
var Skagfirðingur, systir hinna merku hræðra Stefáns skólameistara
og sr. Sigurðar í Vigur.
Æskuheimili Þorhjörns var mikið myndarheimili og þau hjón
samvalin um heimilishætti og hagi. Björn var atorkusannir og valinn
maður, hvort heldur til sjós eða lands skyldi starfa. Þorbjörg, kona
hans, ástrík móðir og umhyggjusöm og gáfuð vel. Þorhjörn mun
snemma hafa verið bráðger, atorkumikill og kappsfullur og ætlaði
sér þann hlut, að verða sjálfra sín og enginn bónbjargarmaður, lield-
ur bóndi við góðan hag. Þá var hann og glæsintenni, sem þeir bræð-
ur, söngvinn og ritfær í hezta lagi. Því munu hafa verið í liuga hans
nokkur veðramót um framtíð sína og æfistarf, sem oft er títt meðal
nngra manna, jafnvel að læra til söngs, er mátti þá telja nýlundu.
F.n búskapnrinn varð ofan á í huga hans, enda var hann til þess kjör-
inn og varð það hans æfistarf.