Húnavaka - 01.05.1971, Side 192
190
HÚNAVAKA
Þorbjörn kvæntist 1914 Sigríði Árnadóttnr trá Geitaskarði, dóttur
hins mikla búhiildar Árna Þorkelssonar. Var hún kona vel menntuð,
góðgjörn og söngelsk, sem bóndi hennar. Þau hófu búskap á Heiði
í Gönguskiirðum. Þau eignuðust þessi börn: Árna, lögfr. á Sauðár-
króki, kvæntan Sigrúnu Pétursdóttur; Sigurð, bónda á Geitaskarði,
kvæntan Valgerði Ágústsdóttur frá Hofi í Vatnsdal; Brynjólf, verk-
stjóra í Hafnarfirði, kvæntan Sigríði Sigurðardóttur; Hildi Sólveigu
í Reykjavík, gift Agnari Tryggvasyni, forstj. í SÍS; Þorbjörgu, hús-
freyju í Stóru-Gröf í Skagafirði, gift Sigurði Snorrasyni, málara, og
Sigurð Heiðar, er andaðist 16 vetra 1936.
Þorbjörn bjó 11 ár á Heiði við vaxandi velgengni, enda var hann
búhöldur góður og forsjáll um búskapinn. Enda er þess full þörf
í Gönguskörðum, en þar er vetrarríki ef illa árar, en land gott og
fagurt á sumrum, sbr. hina fornu vísu:
Dal í þröngum, drífa stíf,
drynur í svöngum hjörðum.
Verður öngum ofgott líf,
upp í Gönguskörðum.
En þó að Þorbjörn yndi sér hvergi betur en í Skagafirði, flutti
hann að Geitaskarði 1925 og mun konu hans hafa fýst til átthaganna.
Þar var aðkoman góð, mikil og góð húsakynni, er bera vott um góða
gerð og stíl, er hefur haft í fullu tré við nútímann. Hóf Þorbjörn
þar miklar framkvæmdir um túnasléttur, girðingar lands og túns,
er jafnan er einn bezti töðuvöllur í Húnaþingi. Þorbjörn tók eigi
meiri þátt í sveitarmálefnum en hann þurfti. Hann var heimakær og
hugurinn bundinn við störfin heimafyrir. Búskapurinn var hans set,
eigi eingöngu að hann væri arðsamur og í uppgangi, heldur allt í
réttum skorðum og gætt þeirri snyrtimennsku, er honum var í blóð
borin og var arfur frá hans foreldri. Þorbjörn átti líka ríkan skiln-
ing um þau dýr, er hann umgekkst og bera skrif hans þess vott. Það
var því með nokkrum trega, er hann sagði við mig í Skrapatungu-
rétt: „Hér var ég löngum fjárflesti bóndinn, en nú á ég eina kind.“
En er börn þeirra hjóna voru vaxin og farin að heiman, nema Sig-
urður sonur hans, og Þorbjörn farinn að mæðast á búskapnum, þó
að hann væri á góðum aldri, kaus hann að fá Skarð í hendur sonum
sínum. Hóf þar búskap Sigurður sonur hans og Valgerður Ágústs-