Húnavaka - 01.05.1971, Page 193
H ÚNAVAKA
191
dóttir. Þorbjörn íéll eigi fyrir þeirri freistingn, að búa of lengi og
standa í vegi fyrir nýrri kynslóð, eða að selja allar eigur sínar og
flytja til Reykjavíkur á mölina þar í von um náðuga daga, en verða
þar kalkvistnr fjölbýlis og borgarmenningar. Knda mun hann hafa
fundið það, að ef honum hyrli Norðnrland, ætti hann hvergi heima.
Hann þurfti heldur eigi að sjá eftir þcssari ráðabreytni, því að á
Geitaskarði hefur verið fylgzt með tímanum um húsbyggingar, rat-
væðingu og búskap. Þar dvaldi hann hjá tengdadóttur og syni sín-
um, er hann vildi, en með þeim feðgnm var jafnan mikið ástríki.
Og þ(') að hann dveldi utan lands og innan, hjá börnum sínum og
konu, við góðan hag, var eins og bóndinn kæmi þar og segði honum
að fara heim.
Þorbjörn var vel ritfær og ritaði bækur á efri árum sínum. Beztar
þykja mér frásögur hans um það, er flestum verður erfitt að gera
lfflegt og eftirminnilegt, en það eru bernskuminningar. En það veitt-
ist Þorbirni létt. Hann unni æskuhögum sínum og heimili og átti
innifyrir barnslega lund, enda barngóður alla æfi og mátti segja að
honum væri það andleg nauðsyn, að blanda geði við börnin.
Er hann gjörðist aldurhniginn og sjúkur dvaldi hann á Elli- og
sjúkradeildinni á Sauðárkróki. Var hann þá kominn heim, að kalla
mátti, á sína bernskuströnd.
Þorbjörn Björnsson var lesinn til moldar 23. maí frá sinni gömlu
sóknarkirkju á Sauðárkróki og grafinn við hlið konu sinnar, Sigríðar
Arnadóttur er andazt hafði 27. júní 1967 og reyndist honum ástríkur
lífsförunautur.