Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 194
JVlannalát áriá 1970
HÖSKULDSSTAÐAPRESTAKALL
Brynjólfnr Lýðsson, bóndi frá Ytri-Ey, Vindhælishreppi, andaðist
27. apríl á H.A.H.
Hann var fæddur 3. nóvember 1875 á Skriðnes-Enni í Bitru,
Strandasýslu. Foreldrar: Lýður Jónsson og kona hans, Anna Magnús-
dóttir. Var Lýður af Ennisætt. Forfaðir hans, Andrés Sigurðsson,
hinn ríki, kom þar 1737. Lýður Jónsson var héraðshöfðingi þeirra
Bitrunga, hreppstjóri í 50 ár, oddviti um áratugi og riddari af
Fálkaorðunni.
Kona hans, Anna Magnúsdóttir, Jónssonar, Bjarnasonar, alþingis-
manns frá Eyhildarholti í Skagalirði, síðar á Reykhólum og í Olafs-
dal og konu hans, Önnu Magnúsdóttur, þá prests í Glaumbæ.
Brynjólfur Lýðsson og systkini hans voru 12. Einkenni þeirra var,
að þau voru þrekmikið fólk, fast á sinni skoðun, opinskátt og
söngvinnt. Hagleikur mikill, svo að þeir bræður máttu teljast jafn-
vígir á tré og járn.
Þau systkin ólust öll upp með foreldrum sínum og fóru eigi að
heiman fyrr en um 20 ára aldur. Brynjólfur lærði snemma til allra
verka til sjós og lands og smíðalistina að auk. En þar mun hver hafa
kennt öðrum í ættliði fram. Fór hann til ísafjarðar til frekari frama
og lærdóms, en hagleik hafði Brynjólfur hlotið í vöggugjöf.
Þá var hann og hinn gjörvulegasti maður, svipmikill og vel á sig
kominn að vallarsýn. Mátti segja, að honum væru margir vegir færir
og á vorri öld hafa orðið vélsmiður eða húsasmiður og átti sitt verk-
stæði, enda yfirgaf hann aldrei smíðalistina, hún var ástmey hans
alla tíð, meðan hann mátti sig hræra og gat áhaldi haldið.
Brynjólfur Lýðsson kvæntist Kristínu Indriðadóttur árið 1896.
Var hún dóttir Indriða Jónssonar, bónda á Ytri-Ey á Skagaströnd
og konu hans, Sússönnu Jóhannsdóttur. Kristín var hin mesta mynd-