Húnavaka - 01.05.1971, Síða 195
HÚNAVAKA
193
arkona og vel að sér til munns og handa. Þau hjón dvöldu 3 ár á
Broddanesi og stundaði Brynjólfur þar smíðar, en 1901 fluttu þau
hjón austur yfir flóann að Ytri-Ey og bjuggu þar allan sinn búskap.
Þar undi Brynjólfur sér vel og unni þeirri jörð mikið. Þau hjón
eignuðust þessi börn:
Jóhann, kvæntur Ester Thorlacius, búsettur á Akureyri. Indriði,
kvæntur Ingunni Gísladóttur, sem er önduð. Guðbjörg, er gift var
Hannesi Einarssyni og eftir lát hans Lárusi Hanssyni, sem nú er
andaður. Ragnheiður, fyrrverandi kennslukona, gift Þorvaldi Þór-
arinssyni frá Hjaltabakka. Sússanna, gift Ásgeiri Jónssyni, forstjóra.
Öll eru þessi systkini búsett í Reykjavík. Lýður, skólastjóri í Vest-
mannaeyjum, kvæntur Auði Guðmundsdóttur. Magnús, er drukkn-
aði árið 1940. Tvö börn þeirra hjóna dóu í frumbernsku.
Brynjólfur bætti jörð sína sem hann mátti, á þeirra tíma vísu.
Hann var heyskaparmaður, er hann gekk að verki, en hann var mik-
ið við smíðar og annað fyrir sveitunga sína. Var hann smiður við
íbúðarhúsið á Höskuldsstöðum og aðalsmiður við húsin á Blöndu-
bakka og á Hafursstöðum. Þá reisti hann mikið hús á Ytri-Ey. Einn-
ig reisti hann fjölda fjárhúsa í hinum gamla stíl. Brynjólfur Lýðsson
söng um fjölda ára í Höskuldsstaðakirkju. Hann las mikið og kunni
vel að segja frá. Var frásögn hans uppistaðan í frásögn minni um
hvaladrápið við Húnaflóa 1918. En Brynjólfur smíðaði lagvopnin
og lagði á ráðin um, hvernig þeir skyldu unnir. Brynjólfur bjó á
Ytri-Ey til ársins 1945, er hann seldi jörðina. Hafði hann þá misst
konu sína, Kristínu Indriðadóttur, 2. maí 1941, er hann tregaði
mjög. Dvaldi þá Brynjólfur á ýmsum stöðum við að smíða og var
um árabil hjá Jóhanni, syni sínum og konu hans á Sæbóli í Höfða-
kaupstað, unz hann flutti á Ellihælið á Blönduósi, þar sem hans
höfuðánægja var að geta smíðað og þótt gamall væri, bar það vott
um hagleik og vandvirkni sem áður, er gerði hann sér til gamans.
Ár?ii Davið Danielsson, bóndi, Eyjarkoti, Vindhælishreppi, and-
aðist 28. júní á H.A.H.
Hann var fæddur 16. maí 1911 að Breiðstöðum í Gönguskörðum í
Skagafirði. Foreldrar: Daníel Davíðsson, bóndi, og kona hans, Magn-
ea Árnadóttir, er bjuggu lengst af í Skagafirði unz þau fluttust með
börn sín að jörðinni Syðri-Ey á Skagaströnd 1930, en þar blómgaðist
hagur þeirra ættmanna. Bráðlega tóku þeir við búi á Syðri-Ey Árni
13