Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 198
196
HÚNAVAKA
Þau hjón, Finnur og Ingibjörg, bjuggu í 25 ár í Skrapatungu, en
fluttu ti! lllönduóss 1944 og áttu þar heima síðan. Þeim hjónum bún-
aðist vel í Tungu og mátti segja, að heimili þeirra væri ávallt í þjóð-
braut. Skrapatunga er í mynni Laxárdals, við vaðið á ánni, þá haldið
var í kaupstaðinn. Fékk margur þar flutning yfir ána og dalbúar
komu þar ávallt, er þeir voru á ferðinni og fjöldi manna um göngur
og réttir, en þá var Skrapatungurétt suður frá bænum. Var mjög
rómuð gestrisni og greiðasemi þeirra hjóna. Eigi var þetta gert af
auðsæld, heldur af meðfæddum góðvilja til náungans. Og söm var
þeirra gerð, er þau hjón fluttu á Blönduós. Sveitungar þeirra áítu
þar, sem lyrr, gestrisni að mæta.
Ingibjörg Jónsdóttir var góðgjörn og vel hugsandi kona, er vildi
('illum vel og átti því hylli að fagna, síns samferðafólks.
Helgu Þorbergsdúttir frá Garði í Höfðahreppi andaðist 50. sept-
ember á H.A.H. — Hún var fædd 30. apríl 1884 á Dúki í Sæmundar-
hlíð í Skagafirði. Foreldrar: Þorbergur Sigurðsson, bóndi, Dúki, og
kona hans, Guðbjörg Þorbergsdóttir, en móðurafi sr. ]ón, prestur,
Reykjalín í Fagranesi. Helga Þorbergsdóttir átti til góðra að telja
í Skagafirði. Er margt mætra manna meðal hennar ættmenna. Hún
ólst upp með foreldrum sínum á Dúki og á Sauðárkróki. Um 10 ára
aldur lór hún til frændfólks síns, Guðjóns Gunnlaugssonar og Guð-
rúnar Arngrímsdóttur í Vatnskoti í Hegranesi, foreldra próf. Skúla
Guðjónssonar. Helga var bókhneigð og áreiðanleg sem ung stúlka,
þráði menntun, en skólar þá fáir og dýrir. En margur fékk þá sína
skólagöngu á góðu heimili, eigi sízt stúlkur. Helga dvaldist og starf-
aði á heimili sr. Árna Björnssonar, prófasts á Sauðárkróki, er var frá
Tjörn á Skaga, og konu hans, Líneyjar Sigurjónsdóttur frá Laxa-
mýri, er þótti þá mikið til koma. Hefur Helga þótt efnileg, úr því
hún hlaut störf á þessu mikilsvirta heimili, enda bar hún ávallt
svipmót góðrar og gjörvulegrar konu.
Helga giftist Jóhannesi Pálssyni, skósmið, 17. apríl 1902. Var
hann þá 24 ára, en hún 18 ára og stóð það hjónaband í 68 ár. Jó-
hannes Pálsson var þingeyskur, frá Syðri-Leikskálum, en hafði alizt
upp í Hölðakaupstað. Fyrstu fimm árin bjuggu þau á Sauðárkróki,
en fluttu til Höfðakaupstaðar 1907 og bjuggu þar æ síðan. Þá var
margt öðruvísi en nú, oft hart í ári, en ungu hjónin litu björtum
augum á framtíðina. Hófu þau búskap í Réttarholti, er var nyrzta