Húnavaka - 01.05.1971, Page 200
198
HÚNAVAKA
ÞINGEYRAKLAUSTURSPRESTAKALL
Þorbjörg Ólafía Valdemarsdóltir lézt þann 27. jan. 1970 á Héraðs-
hælinu á Blönduósi. — Hún var fædd 25. des. 1906 að Skottastöðum
í Svartárdal í A.-Hún. Hún var komin af skagfirzkum og húnvetnsk-
um ættum. Foreldrar liennar voru Valdemar ? og Sólveig
Ólafsdóttir Árnasonar. Misserisgömul fluttist Þorbjörg að Sneis í
Laxárdal til hjónanna Ingibjargar Bjarnadóttur og Halldórs Hall-
dórssonar, er þá bjuggu á Sneis. Gengu þau hjón henni í foreldra
stað. Árið 1920 fluttist hún til Skagastrandar ásamt fósturforeldrum
sínum og var þar á þeirra vegum þar til hún réðst til Rósu og Guð-
jóns Hallgrímssonar, er þá bjuggu í Hvammi í Vatnsdal. Síðan var
hún vinnukona um árabil á nokkrum bæjum í Vatnsdal, þar til hún
fór að Þórormstungu til Ástu Bjarnadóttur og Jóns Hannessonar,
en þar dvaldi hún til ársins 1961. Það ár fór hún að Bakka í Vatns-
dal og átti þar heima til dauðadags.
Þorbjörg var trú og skyldurækin í öllum þeim störfum, er hún
tók sér fyrir hendur.
Kristján Sigurðsson, kennari frá Brúsastöðum í Vatnsdal, lézt þ.
10. ágúst s.l. á Héraðshælinu á Blönduósi, 87 ára að aldri. Útför hans
var gerð frá Undirfellskirkju þann 15. ágúst. — Hann var fæddur
27. ágúst 1883 í Pálsgerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar hans voru hjónin Sigurður Pálsson og kona hans, Kristbjörg
Hólmfríður Árnadóttir, Bjarnasonar bónda að Fellsseli í Kinn. Árið
1890, er Kristján var 7 ára gamall, fluttist hann ásamt foreldrum
sínum og fimm systkinum að Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði.
Árið 1896 hleypti Kristján heimdraganum og fór að Stóruvöllum
í Bárðardal til hjónanna Karls Finnbogasonar og konu hans, Pálínu
Jónsdóttur. Þar var þá vinnumaður Sveinn, föðurbróðir hans, og
mun hann hafa ráðið miklu um vistráðningu Kristjáns að Stóru-
völlum. Á Stóruvöllum var þá þríbýlt og mannmargt. Var þar mikið
menningarheimili og unglingum góður skóli. Næstu árin dvaldi
Kristján á ýmsum bæjum á bernskuslóðum m. a. á Hálsi í Kinn og
Garði í Fnjóskadal.
Með litlum efnum komst hann í Hólaskóla haustið 1904, en sum-
arið næsta réðist hann til starfa hjá Jósef Björnssyni, kennara á Hól-