Húnavaka - 01.05.1971, Side 201
HÚNAVAKA
199
um, er þá bjó á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Þá um sumarið tók hann
lömunarveiki og bar þess merki til æviloka. Þá um haustið hélt
hann námi áfram í Hólaskóla með veikum mætti og hjálp góðra
manna. Hvarf Kristján um skeið frá landbúnaðarstörfum. En haust-
ið 1906 fór hann til skósmíðanáms til Árna Pálssonar, skósmiðs á
Sauðárkróki. Hvarf Kristján síðan frá því námi. Hugur hans hafði
jafnan staðið til mennta, en árið 1908 fór hann í Alþýðuskólann á
Hvítárbakka í Borgarfirði og dvaldi þar um eins veturs skeið. En
árið eftir tók hann inntökupróf í Kennaraskóla íslands og lauk það-
an burtfararprófi með góðum vitnisburði. Á þessum árum tók Krist-
ján virkan þátt í störfum Ungmennafélags Reykjavíkur og voru hon-
um hugsjónir ungmennafélaganna mjög hugstæðar æ síðan.
Vorið 1910 var Kristján ráðinn kennari í Vatnsdal og fluttist hann
þá sama vor að Brúsastöðum og bjó þar um 40 ára skeið og stundaði
jafnframt farkennslu. Hafði hann nokkurn búskap í félagi við
mág sinn og sambýlismann, Benedikt Björnsson Blöndal. Þann 4.
júlí 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigríði Björnsdóttur Blöndal
Benediktssonar bónda og umboðsmanns frá Hvammi í Vatnsdal.
Eignuðust þau hjón 3 börn, en þau eru: Gróa, kennari í Reykjavík,
Björn kennari á Blönduósi og Ingibjörg, húsfreyja, búsett í Hlíðar-
túni í Mosfellssveit.
Eins og áður er sagt var Kristján mikill félagshyggjumaður og
samvinnumaður alla ævi. Hann var góður íslenzkumaður, ritaði m.
a. æviminningar sínar er hann nefndi: „Þegar veðri slotar.“ Einnig
var hann einn af stofnendum sveitarblaðsins „Ingimundur gamli“,
er Ungmennafélag Vatnsdæla gaf út og ritaði hann manna mest í
blaðið um nokkurra ára skeið. Síðustu æviár sín dvaldi Kristján hjá
dóttur sinni, Ingibjörgu, og manni hennar á Akranesi og síðar Ála-
fossi, þangað til hann fór á Héraðshælið á Blönduósi.
Kristján var mikill persónuleiki, góður kennari og vinsæll meðal
samsveitunga sinna og minnisstæður þeim, er honum kynntust.
Einar Guðmundsson, fyrrv. vélagæzlumaður á Blönduósi, lézt
þann 19. ágúst s.l. á Héraðshælinu á Blönduósi 77 ára að aldri. —
Hann var fæddur 22. júní árið 1893 að Móum í Grindavík. Foreldr-
ar hans voru hjónin Guðmundur Einarsson bóndi þar og kona hans
Herdís Aradóttir. Hann ólst upp í foreldrahúsum ásamt 5 systkinum.
Sjö ára gamall missti hann föður sinn, en hann drukknaði í sjóróðri