Húnavaka - 01.05.1971, Page 202
200
HÚNAVAKA
á Suðurnesjum aldamtkaárið. Tveimur árum síðar réðist Einar
smali til síra Arnórs Árnasonar að Felli í Kollafirði. Dvaldi hann
þar um 4 ára skeið. Öll æskuár sín stundaði hann sjómennsku, fyrsí
á skútum, bæði frá Grindavík og Vestmannaeyjum. Um skeið var
hann netamaður. Árið 1929 gerðist Einar starfsmaður hjá Vífils-
staðahæli og dvaldi þar um 14 ára skeið. Vann hann þar m. a. við
bústörf og fl. Þann 16. nóvember árið 1931 gekk hann að eiga Davia
fædda Niclasen frá Þórshöfn í Færeyjum. Eignuðust þau 3 bcirn, en
þau eru: Guðmundur, vélagæzlumaður á Blönduósi, Jóhannes Harry,
bifvélavirki í Hafnarfirði og Herdís, húsfreyja á Blönduósi.
Árið 1940 fluttist Einar til Hólmavíkur og gerðist Jrar bifreiðar-
stjóri og vann þar brautryðjandastarf á því sviði. Bjó hann þar um
6 ára skeið, eða til ársins 1946, en þá flutti hann til Blönduóss og
gerðist starfsmaður Kaupfélags Austur-Húnvetninga. Var hann véla-
gæzlumaður við frystihús félagsins og hafði það starf með höndum
um 13 ára skeið, eða til ársins 1960. En það ár lét hann af störfum
vegna heilsubrests.
Einar var margfróður gáfumaður, traustur og vinfastur þeim, er
honum kynntust.
Björn Björnsson, bóndi á Orrastöðum, lézt þann 6. nóvember s.l.
á Héraðshælinu á Blönduósi, 86 ára að aldri. — Hann var fæddur
16. sept. 1884 á Blálandi í Hallárdal. Foreldrar hans voru hjónin
Björn Jónsson og Salóme Erlendsdóttir, er þar bjuggu. Björn var
yngstur 8 systkina er öll komust á legg. Ólst Björn upp með foreldr-
um sínum er lengst af bjuggu í Vindhælishreppi hinum forna. Er
Björn var á þrettánda ári lézt faðir hans, en eftir það varð hann að
vinna fyrir sér upp á eigin spýtur. Dvaldi hann m. a. á Árbakka í
Vindhælishreppi, Neðri-Mýrum og Háagerði um skeið. Árið 1901
réðist hann vinnumaður að Ho.lti í Svínadal til Guðmundar Þor-
steinssonar bónda þar og var þar um 5 ára skeið, eða til ársins 1906,
en þá fer hann að Sólheimum í sömu sveit, til Ingvars hreppstjóra
Þorsteinssonar. Urðu það þáttaskil í ævi hans, en þar kvæntist hann
konu sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Rugludal, vorið 1911. Sama ár
byggðu þau þriðjung úr jörðinni Rútsstöðum í Svínadal. Síðan
bjuggu þau að Þröm í Blöndudal til ársins 1916, en þá fluttist hann í
átthaga sína og bjó á Álfhól og Fjalli á Skagaströnd til ársins 1920.
Það ár brá Björn búi. Næstu árin var hann húsmaður og vinnumaður