Húnavaka - 01.05.1971, Page 203
HÚNAVAKA
201
lengst af í Torfalækjarhreppi. En árið 1932 hóf hann búskap að nýju
og bjó lengst af á Orrastöðum eða til ársins 1950, en Jrað ár lézt
kona hans. Eignuðust Jrau hjón sex biirn.
Eftir að Björn brá búi, dvaldi hann lengst af hjá syni sínum, Sigur-
jóni bónda á Orrastöðum. — Björn var traustur og fjölhæfur til
verka og vinsæll meðal samsveitunga sinna.
Sigurbjörg Jónsdóttir, húsfreyja á Bhinduósi, lézt þann 28. nóv.
s.l. á Héraðshælinu á Blönduósi. — Hún var fædd Jrann 1. apríl 1899
á Tindum í Svínavatnshreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Jónsson bóndi þar og kona hans Sigurlaug Bjarnadóttir. Er Sigur-
björg var fjögurra ára gömul fluttust foreldrar hennar að Haga í
Þingi, þar sem hún ólst upp.
Árið 1917 innritaðist hún í Kvennaskólann á Blönduósi og dvaldi
þar um tveggja vetra skeið. Á þessum árum dvaldi hún m. a. á Sauð-
árkróki við saumanám. En í október árið 1922 giftist hún Haraldi
Eyjólfssyni, er ættaður var úr Skagafirði, og hófu þau búskap vorið
1923 að Hlíð á Vatnsnesi. Bjuggu þau þar um þriggja ára skeið eða
til ársins 1926, er þau fluttu að Haga. Árið 1929 fluttu þau hjón
að Gautsdal, þar sem þau bjuggu um 34 ára skeið. Eignuðust Jrau 5
börn, en þau eru: Jón, bóndi í Gautsdal; Sigurlaug, húsfreyja í
Káraneskoti í Kjós; Sverrir, bóndi á Æsustöðum; Lára Bjarney, er
lézt á barnsaldri, og Lára Sólveig, starfsstúlka í Reykjavík..
Árið 1963 brugðu þau hjón búi og fluttu til Blönduóss, þar sem
Sigurbjörg átti heima til dauðadags. — Sigurbjörg var mikill persónu-
leiki, traust og trú lífsköllun sinni.
Sr. Árni Sigurðsson.