Húnavaka - 01.05.1971, Page 205
Fréttir og fróðleikur
ÁRFERÐI 1970.
í byrjun ársins var frekar snjó-
lítið og samgiingur greiðar, tölu-
verð svellalög voru, en sæmilegt
til jarðar í lágsveitum. Til fjalla
var mikill snjór, hlaupinn í gadd,
svo að þar var jarðlítið. Fyrri
hluti janúar var kaldur og snjó-
aði þá nokkuð, en ekki svo að
verulegum töfum ylli á samgöng-
um. Um miðjan mánuðinn kom
hlákukafli. Tók þá snjó af lág-
lendi, en leysti lítt eða ekki er
hærra dró. Um mánaðamótin
janúar-febrúar kólnaði á ný og
gerði víða áfreða. Versnaði mjög
á jörð, en víða var þó fé beitt
allan veturinn, og hross voru yf-
irleitt létt á gjöf. Febrúar og
marz voru í kaldara lagi, þó án
meiriháttar stórviðra, en aldrei
hlánaði þá neitt að gagni. Hafís
kom annað slagið upp að land-
inu, en varð ekki landfastur, að
heitið gæti, og urðu því ekki
neinar verulegar hindranir á
siglingum.
Um páskana snjóaði óslitið að
mestu í viku. Var þá orðið veru-
legt fannfergi og samgöngutrufl-
anir vegna snjóa. Viku eftir
páska brá til hláku. Kom þá upp
næg jörð víðast hvar í sveitum,
en jarðlítið var enn til fjalla og
mikill gaddur. Hélzt stillt veðr-
átta, en fremur köld, fram yfir
sumarmálin. Síðast í apríl hlýn-
aði verulega, og voru blíðviðri
fyrsta daga maímánaðar. Fór þá
að sjást gróðrarvottur.
Síðla kvölds 5. maí gaus Hekla.
Var það fyrst vikur- og öskugos,
en hraun rann síðar. Vindur var
suðaustan, svo að aska barst norð-
ur yfir heiðar, og varð mikið
öskufall í Húnavatnssýslu, bæði
í byggð og á afrétt. Mest varð
öskufallið um miðbik héraðsins,
en gætti lítt eða ekki á suðaustur-
horni þess, svo sem í Bólstaðar-
hlíðarhreppi og framhluta Svína-
vatnshrepps. Flúoreitrun fylgdi
öskufallinu, svo að bændur
reyndu að gefa búfé sínu inni,
svo lengi, sem þeir framast gátu.
Sauðfé var þá víða tekið á fulla
gjöf og sumstaðar alls ekki látið