Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 206
204
HÚNAVAKA
út fyrr en í lok sauðburðar. Kúm
var gefið inni svo lengi sem hey
entust og nokkru af kvígum var
komið í hagagtingu þangað, sem
mengun af vtildum flúoreitrun-
ar var ekki talin veruleg.
Hey voru mjög svo af skornum
skammti, og höfðu reynzt óvenju
létt til gjafar eftir undangengið
óþurrkasumar. Gáfust þau því
algerlega upp, en var miðlað til
hinna verst settu eftir því, sem
fong voru á. Litlir miiguleikar
voru á útvegun heyja úr fjarlæg-
um liéruðum, svo að verulegu
næmi. Varð kjarnfóðurgjöf því
gífurleg og langt fram yfir það,
sem nokkru sinni hafði áður ver-
ið. Vanhöld urðu víða mjiig mik-
il, bæði á lömbum og ám, sem
rekja mátti til öskufallsins og
einnig til lítils fóðurgildis hinna
lélegu heyja.
Vorið varð kalt, án verulegra
hríðaráhlaupa, en úrkomusamt,
einkum síðari hluti maímánaðar.
Klaki var svo mikill í jörð, að úr-
kornan nýttist ekki, en stóð í
pollum eftir regnið. Greri því
seint, en sæmilegur sauðgróður
var þó kominn í lok sauðburðar,
fyrst í júní. Um 10. júní kom hlý-
indakafli, sem stóð allt til næstu
mánaðamóta. Var úrkoma þó í
minnsta lagi. Unnu bændur að
vallarávinnslu og dreifingu til-
búins áburðar með seinna móti.
Sprettu fór sæmilega fram, þar
sem fyrst var á borið, og litu þau
stykki ekki illa út í júnílok, þó
að hvergi væri komin slægja. Kal-
skemmdir voru töluverðar, eink-
um á túnum, sem hærra lágu.
fúlí var eindauna kaldur og
stöðvaðist grasspretta að mestu
leyti. I hverri viku snjóaði í fjöll
og stundum gránaði niður í
byggð. Fé var rúið afar seint og
sumir bændur frestuðu rúningi
til hausts. Sláttur hófst ekki fyrr
en seint í júlí og var spretía afar
rýr, sérstaklega á túnum til fjalla
og víða í útsveitum. Voru sum
tún algjörlega graslaus.
Góð veðrátta var í ágúst og
O O
september. Sæmilega hlýtt og
nægir þurrkar. Til 18. sumar-
lielgar var svo að segja hægt að
hirða hey af ljánum, en þá gerði
vikulangan rigningakafla, án
þess að hey hrektust verulega.
Síðan komu góðir þurrkar, sem
héldust allt til sláttarloka, svo að
heyskap var alls staðar lokið fyrir
göngur og jafnvel nokkru fyrr.
Há var næstum engin til sláttar,
en spratt nokkuð fram eftir
hausti og nýttist til beitar. Hey-
fengur varð með allra minnsta
móti að magni til, en nýting sem
bezt var á kosið.
Hret gerði um fyrstu helgi
septembermánaðar. Það varð þó
skammvinnt og strax hlýnaði aft-
ur. Var veðrátta hagstæð um
göngur og réttir og sauðfjárslátr-