Húnavaka - 01.05.1971, Page 207
HÚNAVAKA
205
un gekk eftir áætlun. Reyndust
dilkar afar misjafnir og fallþungi
í tæpu meðallagi. Uthagi var
með eindæmum illa sprottinn,
en hélzt sæmilega fram eftir
hausti, því að grös féllu seint.
Fyrstu dagar í október voru kald-
ir og snjóaði til fjalla. Fengu eft-
irleitarmenn slæmt leitarveður.
Brá þó aftur til hlýinda um skeið,
svo að haustið mátti teljast frek-
ar hlýtt og úrkomulítið.
Um veturnætur gekk í veru-
legar frosthörkur, eu stillur héld-
ust og snjó setti ekki niður fyrstu
vetrarvikurnar. Komu kýr þá á
fulla gjcif. Aðfaranótt 12. nóvem-
ber gerði snöggt hríðaráhlaup,
sem stóð í sólarhring og sumstað-
ar lengur. Var veðurhæð og fann-
koma afar mikil, en frostlítið.
Áhlaup þetta kom á auða jörð,
fé var ekki húið að taka til hýs-
ingar, og óvíða smalað daginn
fyrir hríðina. Urðu því af veðri
þessu verulegir skaðar víða í hér-
aðinu. Á sumum bæjum vantaði
10—20 kinur, sem lentu í fönn
og fórust í áhlaupinu.
Veðrátta var köld og frekar
umhleypingasöm fram í desem-
ber. Urðu nokkrar samgöngu-
truflanir, en samt ekki til lengd-
ar. Næg jörð hélzt til beitar fram
til dala, en til muna verri í út-
sveitum, og nýttist þar líka illa
vegna umhleypinganna. Um 6.
desember gerði hlákur og hlýindi
Fáni á Akri.
og var svo allt til ársloka. Ein-
muna blíða var um hátíðarnar,
fé gekk að mestu sjálfala, og
snjóinn frá því í nóvember tók
upp að mestu leyti.
Pétur Sigurðsson.
SAUÐFJÁRSÝNINGAR
Á LIÐNU HAUSTI.
Á síðastliðnu hausti voru haldn-
ar hrútasýningar í öllum hrepp-
um Austur-FIúnavatnssýslu, en
þær eru lögboðnar fjórða hvert
ár.
Alls voru sýndir 419 hrútar, og
eru það lítið eitt færri lirútar en
á sýningunni 1966. Af þessum
419 hrútum hlutu 196 1. verð-
laun, eða 46,8%. Er það mjög
svipuð útkoma og 1966.
Hrútar voru fremur léttir og