Húnavaka - 01.05.1971, Page 209
HÚNAVAKA
207
hrútar. Það má teljast athyglis-
vert, að 19 af þessum hrútum,
eða 45,2%, voru komnir til við
sæðisflutninga.
Fáni, Pálma Jónssonar, Akri,
stóð hæst á héraðssýningunni.
Hlaut hann forkunnarfagran
skjöld, sem Sölufélag A.-Hún.
gaf sem farandgrip. Er Fáni jafn-
vaxinn, lioldmikill og ræktarleg-
ur gripur með sterklega fætur.
í öðru sæti varð Valur, Krist-
ins Magnússonar, Kleifum, og í
þriðja sæti Óðinn, Jakobs Sig-
urðssonar, Hóli.
Dómarar á héraðssýningunni
voru ráðunautarnir Arni G. Pét-
ursson, formaður, Ævar Hjartar-
son og Sigurjón Steinsson, og fór-
ust þeim dómarastörf vel úr
hendi.
Haldnar voru fjórar afkvæma-
sýningar á síðastliðnu hausti.
Reynir Steingrímsson, Hvammi,
sýndi á, með 6 afkvæmum, og
hlaut hún 2. verðlaun fyrir af-
kvæmi.
Ólafur Magnússon, Sveinsstöð-
um, sýndi hrút, Þistil 106, með
24 afkvæmum. Hlaut Þistill 106
2. verðlaun fyrir afkvæmi.
Þá sýndi Pálmi Jónsson, Akri,
á, með afkvæmum, nánar tiltek-
ið móðir Fána. Hlaut hún 1.
verðlaun fyrir afkvæmi.
Pálmi sýndi hrút, Dverg 90,
með 34 afkvæmum. Allir synir
hans, sem sýndir voru með hon-
um, 9 að tölu, eru 1. verðlauna-
hrútar, og 5 af þeim voru valdir
á héraðssýningu. Dvergur 90
hlaut 1. heiðursverðlaun fyrir af-
kvæmi. Er slíkt fremur fátítt, og
hafa ekki nema 7 hrútar hlotið
þessi verðlaun á landinu, enda
þarf afburðakindur til. Pálma
hefur tekizt vel við fjárrækt sína,
og er Akursféð mjög vel ræktað
og samstætt í heild.
Til þess, að sauðfjárræktin geti
staðið undir nafninu, þurfa fleiri
að taka til höndunum og fleiri
fjárræktarmenn að koma fram á
sviðið, því slíkt er mikill styrkur
fyrir landbúnað í héraðinu.
Blönduósi í febr. 1971.
Þorsteinn H. Gwinarsson.
VATNSDALSÁ.
Allt frá landnámstíð mun hafa
verið stunduð veiði í Vatnsdalsá,
og mun hún oft hafa verið drjúg
búbót.
Meðfram ánni, bæði í Vatns-
dal og Þingi, eru mjög víðáttu-
mikil engjalönd, svokölluð flæði-
engi. Yfir engi þessi flæðir áin
oft og veitir frjómagni á þau, svo
að þau eru talin vera með beztu
slægjulöndum, sem þekkjast. Það
má því segja, að áin hafi æði mik-
il áhrif á efnahagsafkomu bænd-
anna, sem við hana búa, þó að
nútíminn leggi meira og meira