Húnavaka - 01.05.1971, Side 213
HÚNAVAKA
211
mjög viðkvæm, og að mínu viti
þarf að umgangast hana með var
færni, bæði hvað snertir veiði og
annað, sem getur spillt henni á
einn eða annan hátt.
Það er fögur sjón yfir að líta
þaðan, sem maður sér yfir ána
alla innst innan úr dalsbotni og
til sjávar, þar sem hún liðast
fram silfurtær á einu fegursia
málverki, sem Guð hefir skapað.
Ási í febrúar 1971.
Gnðmundur Jónasson.
FRÉTTIR FRÁ TRÉSMIÐJUNNI
FRÓÐA HF., BLÖNDUÓSI.
Helztu verkefni ársins 1970 voru
eftirtaldar byggingar:
Barna- og unglingaskóli á
Blönduósi, sem er tvær hæðir og
kjallari undir hluta hússins, eða
samtals um 1080 m2 að gólffleti,
fokhelt. Þriðja hæð Fróðahúss-
ins, sem er um 430 m2, einnig
fokhelt.
Skipt var um svo til allt gler
og bætt við póstum og lausum
gluggum í Húnavallaskóla, sök-
um galla, er fram komu í gler-
inu veturinn 1969—70. Sjón-
varpsstöðvarhús á Hnjúkum,
fullbyggt, um 65 m2, auk verk-
stæðisvinnu og ýmissa smærri
verkefna og mætti þar til dæmis
nefna innréttingu í eldhús Fé-
lagsheimilisins á Blönduósi.
Einnig var byrjað á byggingu
fyrsta raðhússins á Blönduósi,
sem Trésm. Fróði hf. byggir fyr-
ir eigin reikning. Eiga það að
verða sex íbúðir með áföstum
bílskúrum, í húsinu verða fjór-
ar íbúðir 120 m2, 3 herb. og eld-
hús, og tvær 80 m2, 2 herb. og
eldhús, auk bílskúrs með hverri
íbúð eins og að framan greinir.
Var lokið í haust við að steypa
upp þrjár íbúðir og tvo bílskúra
ásamt sökklum undir allt húsið.
íbúðir þessar hyggst fyrirtækið
bjóða til sölu, fokheldar eða í
öðru ásigkomulagi, ef væntanleg-
ir kaupendur æskja þess. Gert er
ráð fyrir að selja þær með mjög
góðum greiðsluskilmálum. Á sl.
ári störfuðu að staðaldri hjá fyr-
irtækinu 15 smiðir, rafvirkjar og
nemar, auk þess tvær stúlkur í
verzlun og síðari hluta ársins ein
á skrifstofu. En þegar flest var
munu hafa verið um 20 iðnaðar-
menn og milli 20—30 annars
starfsfólks, þá námu launagreiðsl-
ur um kr. 250.000.00 á viku. Af
verkefnum þessa árs má geta, að
ráðgert er að ljúka byggingu
skólahússins á Blönduósi.
Hafnar eru framkvæmdir við
sláturhús S.A.H. og mun vænt-
anlega verða sagt nánar frá því
af öðrum aðilum. Stefnt er á að
ljúka við raðhúsin og halda
áfram frágangi Fróðahússins eft-
ir því, sem tími vinnst til frá öðr-