Húnavaka - 01.05.1971, Síða 215
HÚNAVAKA
213
son, Blönduósi, formaður, Krist-
ján Hjartarson, Skagaströnd, rit-
ari, Kristófer Kristjánsson,
Köldukinn, gjaldkeri og með-
stjórnendur Jón Tryggvason, Ar-
túnum, og Jónas Tryggvason,
Blönduósi.
Tilgangur félassins er að
vinna að eflingu tónlistarstarfs í
héraðinu, og í 3. gr. laga félags-
ins segir: Tilgangi sínum hyggst
félagið ná með því:
a. Að koma á og starfrækja tón-
listarfræðslu með stofnun tón-
listarskóla, sem rekinn verði
fyrst í stað á námskeiðum, á
núverandi skólastöðum í hér-
aðinu.
b. Að vinna að sem nánustu sam-
starfi þeirra aðila á félagssvæð-
inu, sem að tónlistarmálum
vinna.
c. Að gangast fyrir tónleikahaldi
á félagssvæðinu.
d. Að vinna að eflingu tónlistar-
starfs með öllum öðrum ráð-
um, sem tiltæk kunna að
þykja á hverjum tíma.
Undirtektir héraðsbúa við fé-
lagsstofnunina hafa verið mjög
góðar.
Ekki gat orðið af samfelldum
skóla í vetur, en þó tókst að fá
ágætan kennara úr Eyjafirði, frú
Sigríði Schiöth. Sigríður fær
sannarlega nóg að gera, því að
auk þess að kenna um 40 nem-
endum í einkatímum á píanó eða
orgel, kennir hún söng í skólun-
um á Skagaströnd og Blönduósi.
Þær góðu undirtektir, sem
kennsla þessi hefur fengið, benda
eindregið til þess, að góður
grundvöllur sé fyrir starfrækslu
tónlistarskóla í héraðinu.
Bergur Felixson.
FRÁ SLYSAVARNADEILDINNI
„BLÖNDU“.
Á þessu ári, 1970, hefur Björg-
unarsveit slysavarnadeildarinnar
verið kölluð út þrisvar sinnum,
ásamt Björgunarsveit skáta, en
hinir horfnu menn liafa komið
fram í upphafi leitar.
Ákveðið hefur verið að reisa
björgunarskýli við Ullarkvísl á
Auðkúluheiði. Hefur fengizt til
þess samþykki S.V.F.Í., sem mun
leggja fram efniskostnað í bygg-
inguna.
Það mun hverjum manni ljóst,
sem fer Kjalveg á nútíma farar-
tæki og verður fyrir óhappi á
leið sinni, að það er langt á milli
bæja: Eiðsstaða í Blöndudal og
Hveravalla. En umferð ýmissa
farartækja fer ört vaxandi á þess-
um fjallvegi og veðurfar fljótt að
breytast. Komið hefur fyrir að
fólk hafi lent í hrakningum á
leið þessari og sér í lagi fólk á
smábílum.