Húnavaka - 01.05.1971, Page 216
214
HÚNAVAKA
Þá má og geta þess, að fluglín-
an Reykholt-Löngumýri liggur
yfir Ullarkvísl og Sandá. Ef
óhapp henti flugvél á heiðum
uppi, yrði nefnt skýli góð mið-
stöð til leitar.
Að endingu vil ég færa þeim
aðilum hugheilar þakkir, sem
stutt hafa að málum slysavarna-
deildarinnar með framlögðum
fjárstyrkjum. Það er fólk, sem
skilur þá, sem vilja efla öryggi
og koma til hjálpar ef þörf kref-
ur. En án öryggistækja er hver
og einn leitarmaður gagnslaus.
Þá verðum við að muna eftir
sýslungum okkar, sem búa upp
við jökulrætur allt árið og hafa
ekki nema loftsamband við
byggðina í 4—5 mánuði.
H. H. E.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI
Á BLÖNDUÓSI.
Árið 1970 voru útborgaðar bæt-
ur Almannatrygginga í A.-Hún.
24.2 millj. kr. Útborgaður elli-
lífeyrir var 12.5 millj. kr. Ör-
orkulífeyrir nam 3.2 millj. og ör-
orkustyrkur 900 þús. kr.
Greiddar voru í fjölskyldubæt-
ur röskar 4 millj. kr. og í fæðing-
arstyrki 460 þús. kr. Þá námu
mæðralaun röskum 800 þús. kr.
Greiddar voru tæpar 2.6 millj.
kr. í atvinnuleysisbætur í Höfða-
kaupstað og röskar 800 þús. kr.
í Blönduósshreppi.
Til sýsluskrifstofunnar bárust
alls 273 lögregluskýrslur eða kær-
ur. Mest allt minni háttar mál.
Þó voru 13 aðilar sviptir ökuleyfi
á árinu og 12 minni háttar saka-
mál tekin fyrir.
FRÁ BRIDGEFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Bridgefélag Blönduóss var stofn-
að í febrúar 1967, og var fyrsti
formaður Pétur Pétursson. Það
ár kepptu 8 sveitir í sveitakeppni,
og sigraði sveit Ólafs Sverrisson-
ar, hlaut 33 stig, önnur varð sveit
Þorsteins Sigurjónssonar með 32
stig. Sameinað lið Skagastrandar,
Blönduóss og Hvammstanga
keppti við Húnvetningafélagið í
Reykjavík. Mættust sveitirnar í
Fornahvammi. Sunnanmenn
unnu með yfirburðum.
1968 kepptu 10 sveitir í sveita-
keppni, og varð sveit Jóns Karls-
sonar efst með 64 stig. í öðru til
þriðja sæti urðu sveitir Jóns
Hannessonar og Svavars Pálsson-
ar með 46 stig hvor sveit. Síðan
var keppt við Húnvetningafélag-
ið í Reykjavík. Fengum við norð-
anmenn eina sveit að láni hjá
sunnanmönnum, og var það eina
sveitin sem vann. Þá reis upp
hótelstjórinn á Blönduósi og til-
kynnti, að norðanmenn myndu
keppa þar til þeir hefðu sigrað.