Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 222
220
HÚNAVAKA
Við hafnargerð á Skagaströnd
hefur jafnan verið tekið grjót úr
Spákonufellshöfða, en sú van-
hæfa var á, að þnr hefur eigi feng-
izt nógu stórt grjót til að varpa
út fyrir hafnargarðinn til að
mæta hafoldunni, er hún skellur
á garðinum. Nú virðist það fund-
ið. Hefur stórgrýti verið tekið úr
landi jarðarinnar Tjarnar á
Skaga. F.ru það klettar 5—10 tonn
að þyngd, er fallið hafa úr Tjarn-
arhömrum á umliðnum öldum,
niður á láglendið. F.r talið, að
öldur og brim við garðinn nái
ekki að soga þá út á djúpið. Hef-
ur flokkur manna unnið að jressu
með krana og bílum, er jörð var
frosin, svo að vegurinn jryldi á-
lagið.
Stækkuð var búð K.H. á Skaga-
strönd, gjörð deild fyrir sjálfsaf-
greiðslu á álnavöru og búsáhöld-
um. Sett mikil og viinduð hurð
fyrir aðalbúðina.
Útibúið á Hólanesi lagfært að
innan, gólf þess flísalagt.
Rafmagn frá Rafveitu leitt á
11 bæi í Skagahreppi, sem allir
eru innan við Króksbjarg, einnig
fékk Hofskirkja rafmagn.
Tveir ungir menn stofnuðu
rafmagnsverkstæði, þeir Jón Ingi
Ingvarsson, Sólheimum, og Hall-
björn Björnsson, Lundi. En eitt
rafmagnsverkstæði er fyrir, er
Páll Þorfinnsson, rafvirkjameist-
ari, rekur.
Kosningar til hreppsnefndar
fóru Iram 31. maí. Komu fram 4
listar. Kosnir voru: af A-lista Al-
Jrýðuflokksins, er hlaut 57 atkv.,
Guðmundur Jóhannesson, kaf-
ari; af B-lista Framsóknarflokks-
ins, er fékk 50 atkv., Jón Jónsson,
útibússtjóri; af D-lista Sjálfstæð-
isflokksins, er fékk 104 atkv.,
Adolf Berndsen, bifreiðarstjóri,
og Sveinn Ingólfsson, kennari; af
G-lista Alþýðubandalag, óháðir,
er fékk 35 atkv., Kristinn Jó-
hannsson, hafnarvörður. Oddviti
var kosinn Sveinn In°ólfsson og
Þorfinnur Bjarnason ráðinn
sveitarstjóri.
Hin nýja, sjálfvirka símstöð
var opnuð 14. janúar. Opnaði
símann Jón ísberg, sýslumaður,
og talaði við Gunnlaug Briem,
póst- og símamálastjóra í Reykja-
vík. Þorvarður Jónsson, síma-
verkfræðingur, skýrði fyrir gest-
um símans hið mikla völundar-
smíði, sem hin sjálfvirka símstöð
er. En nokkrir bæjarbúar höfðu
komið saman í boði Landssímans
í Fellsborg. Þar bauð Helga
Berndsen, símstöðvarstjóri, gesti
velkomna. Ennfremur tóku til
máls: Þorfinnur Bjarnason, sveit-
arstjóri, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
og Þorvarður Jónsson, verkfræð-
ingur. Ennfremur var mættur
Birgir Sigurjónsson, umdæmis-
stjóri á Brú.
Landssímastöð var fyrst opnuð