Húnavaka - 01.05.1971, Page 223
Frá opnun sjálfvirku simslöðvarinnar á Höföakaupstað. Birgir Sigurjónsson um-
dccmisstjóri, Brá og Helga Berndsen stöðvarstjóri.
á Skagaströnd 7. ágúst 1921 og
var 2. flokks stöð. Þurfti til þess
hreppsábyrgð. Tillag frá Lands-
símanum var 540 kr. á ári, gegn
270 kr. tillagi frá hreppnum.
Stöðvarstjóri var Fritz Berndsen,
trésmiður á Stóra-Bergi, en þar
var stöðin. Þar var og gamall
þingstaður í hreppnum. Var svo
fram til 1945, að þau hjón, l'ritz
Berndsen og Regina Berndsen
fluttu til Hafnarfjarðar, en þau
hjón höfðu verið mjög samhend
um gæzlu símans. Var nú stöðin
flutt að Lundi, er þótti meira
miðsvæðis og póstur og sími sam-
einað. Hafði Karl Berndsen,
kaupmaður, verið póstafgreiðslu-
maður frá því það starf var skip-
að, eða alls í 50 ár. — Tók nú við
Pósti og Síma Olafur Lárusson,
fyrrv. kaupfélagsstjóri á Skaga-
strönd. En 1. jan. 1950 varð sím-
stöðin 1. flokks B-stöð. Er Olafur
Lárusson andaðist 1955, varð
ekkja hans, Björg Berndsen póst-
og símstciðvarstjóri, og er hún
flutti til Reykjavíkur 1959 tók
við sonur hennar, Steinþór Ol-
afsson, en er hann hlaut starf hjá
pósti og síma í Reykjavík, sem
eftirlitsmaður með sérleifisleið-
um, tók við forstöðu pósts og
síma, 1963, Helga Berndsen, er
hefur haft það á hendi síðan.
Vélaverkstæði Karls og Þórar-