Húnavaka - 01.05.1971, Side 225
HÚNAVAKA
223
dagsráðs er Ingvar Jónsson,
hreppstjóri.
Árið 1970 var í'yrsta starlsár
liins glæsilega húss, Fellsborgar.
Þessi leikfélög sýndn þar sjón-
leiki: Frá Akureyri „Þið munið
hann Jörtind"; l'rá Hvammstanga
„Allir í verkfall"; úr Miðfirði
„Svefnlausi brúðguminn". Sam-
kór Sauðárkróks hélt söng-
skemmtun. Árshátíð Lions-
klúbba Höfðakaupstaðar og
Blönduóss var haldin Jrar, þorra-
blót, kvöldvökur og kvikmynda-
sýningar tvisvar í viku.
Þá fór fram í aðalsal luissins,
á vegum skólans, öll leikfimi-
kennsla, en steypiböðum hefur
verið komið fyrir í kjallara húss-
ins. Einnig danskennsla, er var
vel sótt af börnum, unglingum
og vöxnu fólki í blóma aldurs
síns.
Fengnar hafa verið hljómsveit-
ir að til að leika fyrir dansi, jafn-
vel frá Reykjavík. Hefur nú ver-
ið stofnuð hljómsveit meðal
heimamanna, til að leika fyrir
fólkið. Nefnist hún „Villikettir"
og hefur leikið við góðan orðstír.
í hljómsveitinni eru: Hallbjörn
Hjartarson, Brimnesi, Helgi
Gunnarsson, Lundi, og Hjörtur
Guðbjartsson, Vík.
Laugardaginn 9. maí var hald-
inn aðalfundur Kirkjukórasam-
bands Húnavatnsprófastsdæmis á
heimili prófasts í Höfðakaupstað.
Mættir voru 11 fulltrúar. Kosin
var stjórn, sem er skipuð þannig:
Helgi Ólafsson, Hvammstanga,
formaður; Jón Tryggvason, Ár-
túnum, ritari; Kristófer Krist-
jánsson, Köldukinn, gjaldkeri;
Þoroerður Guðmundsd., Höfða-
kaupstað og Sigríður Kolbeins,
Melstað.
Björg Björnsdóttir frá Lóni
kenndi kirkjukórum á vegum
Kirkjukórasambands ísl. Kenndi
hún kórum við Hólanes-,
Blönduós- og Þingeyrakirkjur.
Söngmálastjórinn, Róbert A.
Ottósson, kom eftir beiðni pró-
fasts í sumar og hélt organista-
námskeið. Stóð það á Bönduósi
frá 22. ágúst til 29. ágúst, alls 8
daga. Kennt var í Blönduóss-
kirkju á hverju kvöldi, frá kl. 8
—11.30. Námskeiðið var mjog
vel sótt, Jró að þetta væri um hey-
annir og um langan veg að fara,
t. d. úr Vestur-Húnaþingi. Voru
að jafnaði 10—12 nemendur.
Söngmálastjóri dvaldi síðan yfir
helgina 30.—31. ágúst í Vestur-
sýslunni og kynnti sér söngstarf-
ið þar meðal kirkjukóra. Var
ánægja með komu söngmála-
stjóra og þótti fólki mikið koma
til hans sem kennara, hvort sem
menn voru komnir langt eða
skammt í þessurn fræðum. Síð-
asta kvöldið, er hann kenndi á
Blönduósi, bauð sóknarnefndin
á Blönduósi söngmálastjóra,