Húnavaka - 01.05.1971, Síða 228
226
HÚNAVAKA
Héraðsfundur Húnavatnspró-
fastsdæmis var haldinn að Flóð-
vangi í Vatnsdal sunnudaginn
25. október. Messur voru á Und-
irfelli, þar sem sr. Gísli H. Kol-
beins þjónaði; á Þingeyrum, þar
sem sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
þjónaði; á Blönduósi, þar sem sr.
Árni Sigurðsson þjónaði. Að lok-
inni messugjcirð hófst héraðs-
lundtir í Flóðvangi í Vatnsdal,
kl. 4. jón ísberg, sýslumaður,
flutti erindi um sjálfforræði
hinnar íslenzku jtjóðkirkju. Var
erindið hið ágætasta. Voru síðan
umræður. I yfirlitsræðu sinni
minntist prófastur Gunnlaugs
Auðunns Jóhannssonar frá
Bakka í Víðidal, er var safnaðar-
fulltrúi um mörg ár. \7ar hann
gáfumaður, er mátti hverfa frá
námi í Menntaskólanum í Rvík.
vegna vanheilsu. Varð hann síð-
ar bóndi og vel metinn maður í
sínu heimahéraði. Sr. Jón Kr. Is-
feld á Bólstað fékk lausn, eftir 9
ára þjónustu í Bólstaðarhlíðar-
prestakalli og er settur prestur í
Hjarðarholtsprestakalli í Dölum.
Voru þau hjón, sr. Jón og Auður
ísfeld, vel metin í Húnaþingi,
hann ástsæll af söfnuði sínum og
heimili þeirra hið gesírisnasta.
Ibúar prófastsdæmisins voru
.4525. Kirkjugestir á árinu voru
8827. Messur 199. Altarisgestir
180.
Sunnudaginn 28. júní var há-
tíðamessa í Svínavatnskirkju. Sr.
Pétur Þ. Ingjaldsson predikaði,
en sr. Jón Kr. ísfeld flutti ræðu
til fermingarbarna og fermdi. En
þá var Svínavatnskirkja tekin í
notkun eftir mikla endurbygg-
ingu, en hún var farin að láta á
sjá, enda orðin 89 ára gömul.
Hinn ágæti kirkjusmiður, Frið-
rik Pétursson, faðir sr. Friðriks
Friðrikssonar, hóf smíðina, en
andaðist áður en henni yrði lok-
ið. Steyptur var grunnur undir
kirkjuna, allt bætt nýjum viðum
j^ar sem fúi fannst og jiak klætt
nýju járni. Húsið síðan málað að
utan og innanverðu og leitt inn
rafmagn. F.r hið forna kirkjuhús
hin stæðilegasta kirkja og ágæt
til tíðasöngs. I lok messugjörðar
flutti sóknarprestur öllum þakk-
ir, er stutt höfðu að þessu máli.
Sóknarnefnd skipa: Helga Olafs-
dóttir, Höllustöðum, Ingvar Þor-
leifsson, Sólheimum, og Sigur-
geir Hannesson, Stekkjardal.
Heyfengur var á liðnu sumri
5000 hestar. Slátrað var í slátur-
húsi kaupfélagsins 10 þúsund
fjár. Nú eru á fóðrum 1160 fjár,
15 kýr og hrossaeign 65.
Fjáreigendafélag Hiifðahrepps
hélt hrútasýningu á vegum Bún-
aðarsambands A.-Hún. í Höfða-
kaupstað. Sýndir voru 22 hrútar.
Hlutu 12 I. verðlaun, en hinir
II. og III. verðlaun. Sendir voru
tveir hrútar á Héraðssýningu