Húnavaka - 01.05.1971, Page 230
228
HÚNAVAKA
lega frá öllu gengið og blásið
lieitu lofti í þennan mikla geim,
svo að þægilegt ev þar að vinna,
þó að hann blási á norðan með
stórhríð. Er frá ölln gengið eins
og bezt má verða, eftir kröfum
Skipaskoðunar ríkisins. Eru
þarna ágæt skilyrði til skipasmíði
og skipaviðgerða og má þar með
góðu móti smíða allt að 150 tn.
skip. Aðstaða verður góð þegar
er slippur hefur verið gerður til
að fleyta hinum nýsmíðuðu skip-
um frarn og taka upp þau, er
þarf að gera við eða endurbygg-
ingar eru gerðar á. Smíðahúsið
stendur á láglendi á sléttum fleti
við botn Skagastrandarhafnar,
fáa metra frá fjöruborði. Tekur
þá við sendin fjara, að móhellu-
botni, öll án stórgrýtis, við lygn-
asta hluta hafnarinnar, er hefur
skjól af verksmiðjunni og bryggj-
um halnarinnar. Um áramótin
var hafin jafnhliða smíði tveggja
fiskibáta úr eik, sem eru um 20
tonn að stærð, en srníði þeirra
skal vera lokið á vordögum. Yf-
irskipasmíðameistari er ölafur
Guðmundsson frá Stykkishólmi.
Bátar þessir eru smíðaðir fyrir
heimamenn, er ætla að gera þá
út frá Hölðakaupstað. Hjá skipa-
smíðastöðinni vinna nú 25
manns, flest heimamenn.
Forráðamaður skipasmíða-
stöðvarinnar rórnar mjög, að all-
ir þeir aðilar, er leitað hafi verið
til varðandi lyrirgreiðslu og ann-
an undirbúning að þessu fram-
taki, liafi sýnt sérstakan velvilja
og lijálpsemi við stofnun þessa.
Yfirsmiður og forráðamenn
stöðvarinnar eru mjög ánægðir
með starfsmenn hennar og telja
þá sýna mikinn áhuga og dugn-
að, sem er undirstaða fyrir hið
nýstofnaða fyrirtæki, svo rekstur
þess geti vaxið og staðið undir
sér með eðlilegum hætti.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
FRÉTTAPISTILL FRÁ
KVENNASKÓLANUM Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemi skólans hefur gengið
afar vel sem af er þessu skólaári
og starfar skólinn á sama grund-
velli og áður. Heilsufar nem-
enda hefur sjaldan verið jafn-
gott.
Nemendur eru með fæsta móti
í vetur og er óvenjulegt að skól-
inn sé ekki fullskipaður, en svo
mun jafnan hafa verið í rúm 91
ár, sem skólinn hefur starfað.
Styttast fer í 100 ára afrnæli
skólans og er vert að Húnvetn-
ingar hafi það í huga. Margir
kynnu að álíta, að skóli, sem
kominn er á tíunda tug að aldri,
muni vera orðinn of gamaldags.
En þess ber að gæta, að þau elli-
mörk eru þá aðeins til í hugum
fólks. Stöðugt er reynt að fylgjast