Húnavaka - 01.05.1971, Page 232
230
HÚNAVAKA
séu þær eldri en tvítugar. Þvert
á móti tel ég, að eftir því sem
stúlkan er þroskaðri, hafi hún
meiri möguleika til að notfæra
sér námið.
Sú nýbreytni var tekin upp í
vetur, að halda námskeið fyrir
húsmæður úr sýslunni. Er einu
sníðamámskeiði lokið. Þátttak-
endur voru 28. Annað sams kon-
ar námskeið er nú hafið með 24
þátttakendum. Hefur þessi ný-
breytni mælzt mjög vel fyrir og
þátttakendur hafa verið hinir
ánægðustu eftir því, sem ég bezt
veit.
Fastir kennarar, auk skóla-
stjóra, eru: Frú Sólveig Beni-
diktsdóttir Sövik matreiðslu-
kennari, frk. Bryndís Þórarins-
dóttir handavinnukennari og
frk. Jóhanna Ragnarsdóttir vefn-
aðarkennari.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir
skólastjóri.
FRÁ HROSSARÆKTARSAMBANDI
A.-HÚN.
A síðastliðnum vetri var Hrossa-
ræktarsamband Norðurlands lagt
niður. Voru þá stofnaðar 7
hrossaræktardeildir í héraðinu
og mynda þær hrossaræktarsam-
band Austur-Húnvetninga. Sam-
bandið hafði á sínum vegum
marga góða stóðhesta á síðast-
liðnu vori, og er það von áhuga-
manna um hrossarækt, að á næsta
vori fæðist fleiri gæðingsefni í
héraðinu en nokkru sinni fyrr.
Augljóst er það hagræði, að
hryssueigendur skuli geta komið
beztu hryssum sínum til reyndra
kynbótahesta.
Hrossaræktarsambandið á hest-
inn Vattar frá Blönduósi, enn-
fremur Börk frá Eyhildarholti í
félagi við Hrossaræktarsamband
Skagfirðinga. Nú í vetur var svo
keyptur hesturinn Abel, en hann
er undan Vöku Sigurðar frá
Brún og Hóla-Hrafni.
Stjórn sambandsins skipa: —
Páll Pétursson formaður, Leifur
Sveinbjörnsson gjaldkeri og
Grímur Gíslason ritari.
P. P.
UM ÖSKUFALL.
Það hrukku margir við, þegar sú
frétt barst í gegnum hljóðvarp
og sjónvarp á 10. tímanum,
þriðjudagskvöldið 5. maí s.l., að
Hekla væri byrjuð að gjósa.
Margir litu til suðurs, og um
svipað leyti og fréttin barst, var
suðurloftið mjög tekið að sortna.
Þá um kvöldið var suðlæg vind-
átt í sveitum Húnavatnssýslu, og
óneitanlega setti ugg að mörgum,
hvort aska mundi falla í sýslunni.
Þeir, sem úti voru og ekkert
höfðu heyrt, undruðust hve ört