Húnavaka - 01.05.1971, Síða 233
HÚNAVAKA
231
virtist draga npp til óveðurs, svo
hratt bar kolsvartan mökkinn
upp á loftið.
Ekki er nákvæmlega vitað hve-
nær askan byrjaði að falla, en það
mun hafa verið laust fyrir eða
um kl. 11 um kvöldið. Varð þá
svo mikið myrkur á aðalösku-
fallssvæðinu, að ekki sá móta fyr-
ir gluggum í ljóslausum her-
bergjum. Og ferðamenn í bílum
sáu ljós annarra bíla sem í mistri,
þar til mjög skammt var á milli.
Menn, sem úti voru að leita
kinda, töldu að erfitt hefði verið
að rata, ef þeir voru það langt
frá bæ, að ekki sá til ljósa. Svo
var og annað hitt, að augu
manna fylltust af öskunni, ef lit-
ið var í vindáttina, og var Jrað
mjög óþægileg tillinning.
Kl. 1.30 eftir miðnætti mun
öskufallið víðast hafa verið af-
staðið, og þá var sem óðast að
birta í lofti. Var þá, á aðalösku-
fallssvæðinu, allt orðið dökkt yf-
ir að líta.
Mörkin á austurjaðri öskufalls-
svæðisins eru býsna skörp, og er
þá farið eftir lit á snjó. í byggð
liggja mörkin því sem næst frá
suð-suðvestri til norð-norðaust-
urs. Þó er línan ekki alveg bein,
og hefur vindátt ráðið Jrar um.
Virðist svo sem jaðarinn hafi leg-
ið milli Kárdalsiungu og Vagla
í Vatnsdal, þannig að Vaglir
sluppu. Um Hrafnabjörg, Stekkj-
ardal og Svínavatn í Svínavatns-
hreppi, og um Strjúgsstaði í
Langadal. Smávegis ryk féll þó
austar. Aska Jressi var sem fín-
kornóttur svartur sandur, og létu
skepnur sums staðar mjög illa við
jörð fyrst á eftir. I A.-Húnavains-
sýslu virtist mesta ösknf al 1 ið
verða í vestanverðum Sveins-
staðahreppi, norðanverðu Vatns-
dalsfjalli og norðanverðu Svína-
dalsfjalli.
Eiturefni bárust með öskufall-
inu, og þá fyrst og fremst fluor,
sem mengaði vatn og nýgræðing.
Varð af þeirri eitrun verulegt
tjón, og samkvæmi rannsóknum
mengaðist gróður austar en aska
féll. Mikil vanhöld urðu hjá
sumum bændum á lömbum, og
nokkur á fullorðnu fé. Var það
að nokkru leyti kennt ösku og
eitrunaráhrifum. Sumir hafa var-
að við, að gaddur geti myndazt
af jjessum sökum í tönnum sauð-
fjár, en það hefur ekki komið
fram enn, og verður vonandi
aldrei.
Jóh. Guðm.
VEIÐIFÉLAGIÐ I5LANDA.
Laxveiðin í ánum mátti teljast
góð á s.l. sumri. Alls voru bók-
færðir 912 laxar á veiðitímabil-
inu, þar af 460 laxar í Blöndu
og 452 í Svartá. Auk þess var
veiddur klaklax í Blöndu fram-