Húnavaka - 01.05.1971, Page 234
232
HÚNAVAKA
antil í Langadal. Þar voru tekn-
ir um 70 laxar á einum degi.
Laxahrognin voru látin af hendi
til laxaeldisstöðvanna á Sauðár-
króki og í Laxalóni við Reykja-
vík. Þaðan fær félagið aftur seiði
til að sleppa í árnar. í júnímán-
uði var 5000 sjógönguseiðum
sleppt í Svartá og í september var
aftur sleppt í ána 8000 sumaröld-
um seiðum. Öll voru þessi seiði
mjög þroskamikil. Sjógönguseið-
in voru af stærðinni 15—18 cm
og sumaröldu seiðin flest 5—7
cm. Þetta var svipað magn og
sleppt hefur verið í árnar undan-
farin ár.
Á árinu var lokið við að byggja
veiðimannahús við Svartá. Það
er timburhús og er byggt eftir
teikningum arkitektanna Helga
og Vilhjálms Hjálmarssona í
Reykjavík, en þeir hafa mikla
reynslu í byggingu veiðimanna-
húsa. Það er vandað að allri gerð.
í því er stór stofa, fjögur her-
bergi, eldhús, snyrtiherbergi, for-
stofa og gangur. Rafmagn frá
Húnaveitu er í húsinu. Þarna er
hægt að bjóða gestum upp á
prýðilega þjónustu. Kostnaðar-
verð hússins var hátt á aðra millj.
króna. Það var starfrækt s.l. sum-
ar við ágætan orðstír.
Veiðiréttur í Blöndu er nú
auglýstur. Samningur verður
væntanlega gerður nú síðari
hluta vetrar. Samningur um
Svartá fellur úr gildi í september
næstkomandi.
Pélnr Pétursson.
FRÁ LÖGGÆZLUNNI.
Þegar einhver fulltrúi ritnefndar
Húnavökuritsins kemur til mín
og væntir þess, að fá fréttir af
löggæzlumálum hér í sýslu, verð-
ur mér svarafátt. Fjöldinn allur
af þeim málum á að geymast á
kyrrlátum stað, en ekki vera til
frásagnar í fréttaritum. Þó er
skylt að veita allar þær upplýs-
ingar, sem að gagni gæíu komið,
öðrum til aðvörunar og eins til
fróðleiks.
Margt mætti um lögreglumál
fjalla frá ári til árs. Þau mál eru
geymd í höfuðatriðum í afrita-
safni lögreglunnar til fróðleiks
þeim, sem vilja grúska í slíku síð-
ar meir. Það er ekki óeðlilegt, að
starfsemi lögreglunnar aukist ár
frá ári. Það þarf ekki alltaf að
vera vegna meintra lögbrota. Fast
að 80% af starfi löggæzlunnar er
aðstoð á ýmsum sviðum við al-
menning, eftirlit og aðvörun, svo
að viðkomandi aðili brjóti ekki
af sér. Sumir kalla það slettireku-
skap og óþarfa aðfinnslur, en
þeir eru orðnir fáir í dag, sem
ekki vilja skilja störf lögreglunn-
ar yfirleitt.
Af nefndum orsökum er ekki
hægt að komast hjá talsverðri