Húnavaka - 01.05.1971, Síða 235
H ÚNAVAKA
233
skýrslugerð, sem tekur orðið
drjúgan tíma og ber þar mikið
á ýmsum umferðaróhöppum.
Árið 1970 hafa verið færð 80
tilfelli á slysaskýrslur. í þeim
slysatilfellum hafa 2 menn látizt
og 10 slasazt í umferð á vegum.
Staðreyndir sýna, að umferð-
armál eru orðin stór liður í okk-
ar þjóðfélagi, sem þarf að gefa
enn betri gaum en verið hefur.
Hættur þær, er stafa af tillits-
leysi fólks í umferð, fara ört
vaxandi. Menn taka ekki nóg til-
lit til aðstæðna og misjafnrar
kunnáttu vegfarenda í umferð.
Þessi óhöpp hafa farið vaxandi
frá árinu 1968, en þá sýndi sig,
að almenningur setti sig inn í
umferðarmál.
Góðir Húnvetningar! Hér eru
dæmi, tölur, sem tala réttu máli,
teknar úr slysaskýrslum lögregl-
unnar í Húnavatnssýslu frá árinu
1970 úr umferðinni: H-bifreiðir
67 tilfelli; R 22 og önnur númer
með 44 tilfelli.
Hvað kostar þetta þjóðina í
heild, svo ekki sé talað um hvern
einstakling, sem verður fyrir
slíku óhappi? Má segja, að ellefta
hver bifreið, sem er í umferð hér
heima fyrir, hafi lent í umferðar-
óhappi á s.l. ári — samkvæmt
skýrslum — en hvað eru mörg
tilfelli óskráð?
Árið 1970 voru haldnir 81 op-
inberir dansleikir í sýslunni.
Lögreglan hefur fengið til um-
ráða rússneskan framdrifsbíl, sem
aðallega er notaður til sjúkra-
flutninga í misjöfnu færi. Það
hefur einnig komið sér vel, að
hafa hann fyrir hendi í mörgum
öðrunt tilfellum.
Að endingu vildi ég mega
beina því til Húnvetninga, að
slaka heldur á rétti sínum í um-
ferðinni og hafa sín bein heil,
en illa brotin.
Umferðarmál dæmast aldrei
eftir hefð.
H. Eypórsson.
FRÁ SÝSLUNEFND.
Á fundi sýslunefndar Austur-
Húnavatnssýslu 1969 var ákveð-
ið að reyna að stuðla að rafvæð-
ingu héraðsins með því að greiða
helming vaxta af framkvæmda-
lánum til rafvæðingar. Sumarið
1969 og s.l. sumar hefir mikið
átak verið gert til þess að rafvæða
héraðið, og má heita, að því sé
lokið. Þó eru nokkrir bæir eftir,
sem flestir fá rafmagn innan tíð-
ar, ef haldið verður áfram á
þeirri braut, sem rlú hefir verið
mörkuð.
Heilbrigðisnefndir.
Sýslufundur var haldinn s.l. vor
dagana 5.-9. maí. Að venju voru
mörg mál rædd, eins og lesa má
í sýslufundargerð. Það nýmæli,