Húnavaka - 01.05.1971, Side 239
HÚNAVAKA
son á Bakka, 62.579 kg, meðalfita
3,80%. Feitasta mjólk af þeim
innleggjendum, sem lögðu inn
yfir 5.000 lítra á árinu átti Bjarni
Jónsson í Haga, hann lagði inn
40.087 kg, og meðalfita 4%.
Á. S. J.
[bínaðarbanki
ÍSLANDS
FRÁ ÚTIBÚI BÚNAÐARBANKA
ÍSLANDS, BLÖNDUÓSI.
Heildarvelta útibúsins á árinu
1970 var kr. 4370 milljónir.
Innstæðufé í árslok var kr.
131.7 millj. og nam aukningin
á árinn 69%. Munaði þar veru-
lega um innlánsdeild Kaupfélags
Húnvetninga, 35,4 millj., sem
flutt var í útibúið skv. samningi
þar að lútandi og undirritaður
var 13. feb. 1970.
í samningi þessum var m. a.
um það samið, að útibúið yfir-
tæki skuldir viðskiptamanna
kaupfélagsins, þær, sem trygging-
ar fengjust fyrir, en á móti skyldi
koma yfirtaka á innlánsdeild fé-
lagsins.
Heildarútlán í árslok voru
174,9 millj. kr., og var aukning-
in þar einnig 69%.
Afurðalán í árslok voru kr.
71.7 millj.
237
Innkomnir vextir voru 10,5
millj., en vextir af sparifé var 8,2
millj.
Rekstrarkostnaður útibúsins á
árinu var 1,613 millj. kr., og að
loknum afskriftum voru lagðar
í varasjóð 563 þús. kr. Varasjóð-
ur er nú kr. 2,375 millj.
Færslufjöldi í útibúinu á ár-
inu — að frátöldum vaxtafærsl-
um — var 59 þús., og höfðu færsl-
ur aukizt um 14%. Keyptir voru
1656 víxlar á árinu og 30 þús.
ávísanir innleystar.
Sparisjóðsreikningar við úti-
búið í árslok vorn 3347 og veltu-
fjárreikningar 364.
Gnðm. H. Thoroddsen.
FRÁ BLÖNDUÓSSHREPPI.
Miklar framkvæmdir fóru fram
á vegum hreppsins á árinu, svo
sem verið hefur undanfarin ár.
Helztu verkefnin voru þau, að
hafizt var handa á nýbyggingu
við barna- og nnglingaskólann.
Byggingin, sem er 823 m- að
flatarmáli, er teiknuð af arki-
tektunum Ormari Þór Guð-
mundssyni og Ornólfi Hall. —
Aætlaður heildarkostnaður við
bygginguna er um 20 millj. kr.,
og greiðir Blönduósshreppur það
að hálfu, en ríkið að hálfu. Á ár-
inu greiddi Blönduósshreppur
3,3 millj. í bygginguna, sem