Húnavaka - 01.05.1971, Page 240
238
HÚNAVAKA
áformað er að drífa áfram og
taka í notkun í byrjun skólaárs
1971-1972.
A árinu var talsvert unnið við
íþróttavöllinn. Var völlurinn m.
a. girtur og þakið var kring-
um knattspyrnuvöllinn innan
hlaupabrauta og kasthringir
steyptir. Vegna þessara fram-
kvæmda reyndist unnt að halda
Norðurlandsmeistaramói í frjáls-
um íþróttum á vellinum s.l. sum-
ar. Framlag hreppsins til vallar-
ins á árinu nam um 300 þús. kr.
Unnið var við undirbyggingu
Húnabrautar, undir varanlegi
slitlag. Teknir voru fyrir u. þ. b.
400 metrar og skipt um efni í
þeim. Unnið var fyrir 530 þús.
kr. Ætlunin er að halda áfram
næsta sumar, eftir því sem fjár-
hagur leyfir.
Ymsar aðrar venjulegar fram-
kvæmdir, og viðhald, fóru fram,
svo sem nokkur nýbygging hol-
ræsa.
Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár
var nýlega samþykkt, og hljóðar
hún upp á 11,4 milljónir króna.
Helztu tekjuliðir eru áætlaðir: —
Útsvör 7 millj., aðstöðugjöld 1,9
millj. og framlag jöfnunarsjóðs
1,7 milljón. Helztu gjaldaliðir
eru áætlaðir: Til almannatrygg-
inga 1.150 þús. kr., til sjúkra-
samlags 1.2 millj., til fræðslumála
1.015 þús. kr., til skólabyggingar
1.2 millj. Ýmis opinber þjónusta
1.150 þús., ýmis félags- og menn-
ingarmál 793 þús. og til sýslu-
sjóðs og sýsluvegasjóðs 885 þús.
kr.
E. Þorl.
FRÁ UNGMENNASAMBANDI
AUSTUR-HÚNVETNINGA.
Nú um áramótin, þá við rennum
augum yfir liðið ár, er margs að
minnast úr starfi U.S.A.H. Að
mörgu var unnið, þótt fjölda
margt, sem þörf hefði verið á að
gera væri látið ógert. Ásiæðurnar
fyrir því má sjálfsagt að miklu
leyti rekja til ódugnaðar okkar,
sem að þessum málum vinnum,
svo og að okkur skortir fleiri
fórnfúsa sjálfboðaliða og aukið
fjármagn okkur til styrktar í
starfi. En hvað um það, þetta ár
er liðið. Því mun ég festa á blað
nokkra punkta um hvað gert var.
53. sambandsþing U.S.A.H.
var haldið á Blönduósi 3. maí.
Mættu þar 27 þingfulltr. ásamt
stjórn sambandsins og gestum frá
U.M.F.Í., þeim Gunnari Sveins-
syni og Pálma Gíslasyni. Þing-
forseti var Guðmundur Jónasson
í Ási. Mörg mál voru rædd á
þinginu og margar tillögur sam-
þykktar. Núverandi stjórn sam-
bandsins skipa: Magnús Ólafs-
son, Sveinsstöðum, form., Jón
Ingi Ingvason, Skagaströnd, vara-
form., Jóhann Guðmundsson,