Húnavaka - 01.05.1971, Side 242
240
HÚNAVAKA
in dagskrá. Að þessu sinni var
með minnsta móti af Austur-
Húnvetnsku efni á Vökunni, t.
d. var ekkert leikrit æft í sýsl-
unni. Því var leitað til nágrann-
anna um efni og sýndu Vestur-
Húnvetningar tvö leikrit. Ung-
mennafél. Kormákur á Hvamms-
tanga og Kvenfélagið á sama stað
sýndu Svefnlausa brúðgumann
og Ungmennafélagið Grettir í
Miðfirði sýndi Allir í verkfalli.
Þá sýndi Leikfélag Skagfirðinga
Ævintýri á gönguför. Af Austur-
Húnvetnsku efni var það, að
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
söng og sýndi leikþátt, Hjálpar-
sveit skáta á Blönduósi sýndi
revíukabarett og Ungmennasam-
bandið sá um Húsbændavöku.
Hljómsveitin Ósmenn lék öll
kvöld Vökunnar nema þriðju-
dagskvöldið, þá lék Hljómsveit
Ingimars Eydals frá Akureyri.
Það liggur mikið starf í því, að
koma á fót skemmtun sem Húna-
vöku. Hugsið ykkur allar þær
æfingar, sem fram fara, áður en
leikrit, revía, söngur eða annað
er flutt af sviði. Þá er einnig mik-
ið verk að útbúa sviðið og fleira
og fleira. Allt þetta er unnið af
sjálfboðaliðum í frítímum. En
hvers vegna er fólk að leggja
þetta á sig? Jú, sumpart af löng-
un til að leggja sitt af mörkum
í félagslegu starfi, sumpart til að
freista þess að veita þeim, sem
á skemmtunina koma, ánægju-
lega kvöldstund og um leið afla
félagi sínu nokkurra tekna. Öllu
þessu fólki færum við beztu
þakkir, en orð eru lítils virði,
fylgi hugur ekki máli. Minnizt
því, Húnvetningar góðir, nú á
þessari Húnavöku og í annan
tíma, þá einhverjir bjóða ykkur
upp á góða skemmtun, að beztu
þakkirnar, sem þeir fá, er að þið
fjölmennið á skemmtun þeirra
og hvetjið þá með því til frekari
dáða.
í sambandi við Húnavökuna
gaf Ungmennasambandið út 10.
árganginn af þessu riti, Húna-
vöku. Efni þess var nokkru meira
en áður hafði verið, og sala jókst
nokkuð á árinu. Hins vegar jókst
útgáfukostnaður mikið, þannig
að fjárhagsleg afkoma ritsins var
lítið betri en næsta ár á undan.
Á vegum U.S.A.H. var á síð-
asta sumri dreift þremur tonnum
af áburði á Eyvindarstaðaheiði,
4 tonnum á Auðkúluheiði og 3
tonnum í landi Sölvabakka.
Nokkru af fræi var einnig sáð á
öllum stöðunum. Dreift var á
gróðurlaust land, sem hætta var
á að blási upp.
Á liðnu sumri gekkst Ung-
mennasambandið fyrir fleiri
íþróttamótum en oft áður og
veitti húnvetnsku íþróttafólki
því fleiri tækifæri til að reyna
getu sína. Þó markmiðið með