Húnavaka - 01.05.1971, Síða 245
HÚNAVAKA
243
og fremst rædcl málefni þau, sem
varða þær félagsheildir, sem að
námskeiðinu stóðu, svo og al-
menn þjóðþrifamál. Von okkar
er sú, að allir hafi haft sem mest
gagn af námskeiðinu og verði
betri og nýtari þjóðfélagsþegnar.
Námskeiðið starfaði á eftirtöld-
um stöðum: Húnaveri, Húna-
völlum, Flóðvangi, Fellsborg og
Félagsheimilinu á Blönduósi, og
var fjögur kvöld á hverjum stað.
Síðasta kvöld námskeiðsins var
opinn fundur á Blönduósi, þar
sem einn þátttakandi úr hverjum
hóp flutti framsöguræðu um
náttúruvernd og nýting auð-
linda. Því næst var orðið gefið
laust og urðu nokkrar umræður.
Þá ávarpaði Baldur Óskarsson
þátttakendurna og afhenti þeim
skírteini með mynd af viðkom-
andi hóp á til minninga um nám-
skeiðið, en síðan sleit fulltrúi
Kaupfélags Húnvetninga, Grím-
ur Gíslason, námskeiðinu með
stuttri ræðu. Að lokum var dans-
að.
Nú hef ég getið þess helzta,
sem gert var á vegum U.S.A.H.
á liðnu ári. Margir lögðu þar
hönd á plóg og vil ég nota tæki-
færið til að færa þeim mínar
beztu þakkir. En er þetta starf til
einhvers? Það er ekki óeðlilegt,
að þessi spurning leiti á í lok
annasams árs. Okkar viðhorf,
sem að þessu vinnum, er það, að
starfið sé svo mikils virði, að það
megi alls ekki minnka heldur
verði að reyna að auka það og
efla með öllum tiltækum ráðum.
En allt kostar tíma og peninga
nú á dögum. Því erum við þakk-
látir öllum, sem á einhvern hátt
styrkja okkur í starfi og þá ekki
sízt þeim, sem koma og vinna
með okkur að ræktun lýðs og
lands.
Magnús Ólafsson.
FRÁ GRÓÐURVERNDARNEFND.
í júlí s.l. fór undirritaður, ásamt
Ólafi Ásgeirssyni, sem vinnur
hjá Landgræðslu ríkisins, og
Stefáni bónda á Kagaðarhóli
fram á Auðkúluheiði í svokall-
aða Sandárstokka. Þar hefur und-
anfarin ár verið dreift áburði og
grasfræi, sem landgræðslan hefur
kostað, en U.S.A.H. séð um dreif-
ingu. Landið, sem borið hefur
verið á, er lítt gróið, og sumt
berir sandar. Það er óvarið og
fullt af búpeningi. Samt er ár-
angur undraverður, og hattar
enn greinilega fyrir á landi, sem
borið var á árið 1968, en ekkert
síðan. Áborna landið liggur með-
fram veginum, og vil ég vekja
athygli ferða- og áhugamanna
um landgræðslu, sem þarna eiga
leið um, að staldra við og athuga
árangur af þessari starfsemi.
Árið 1967 ferðaðist gróður-