Húnavaka - 01.05.1971, Page 248
246
HÚNAVAKA
djúpfryst sæði frá Sæðingastöð
B.I. á Hvanneyri við kúasæðing-
ar hér í héraðinu og reyndist jjað
nokkuð vel. Meiri vandhæfni er
talin á meðferð þess en fersku
sæði, en árangur talinn öruggari.
Um 65% sæddra kúa á sambands-
svæðinu héldu við fyrstu sæð-
ingu.
22. ágúst s.l. gekkst stjórn Bún-
aðarsambandsins fyrir Bænda-
fagnaði — Töðugjöldum — í
Húnaveri. Skemmtunin hófsi
með sameiginlegri kaffidrykkju
samkomugesta, en síðan fóru
fram margs konar skemmtiatriði,
m. a. söng karlakórinn Vísir frá
Siglufirði, og að lokum var dans-
að. Skemmtun þessi var ekki fjöl-
sótt, en tókst að öðru leyti mjög
vel.
Stjórn B.S.A.H. vinnur nú að
undirbúningi að almennri slysa-
tryggingu á börnum í sumardvöl
hér á sambandssvæðinu, og að
stofnun Landeigendafélags í sýsl-
unni, ásamt formönnum hreppa-
búnaðarfélaga.
Á síðasta aðalfundi Sambands-
ins urðu formannsskipti. Pétur
Pétursson bóndi á Höllustöðum
baðst undan endurkjöri, við tók
Kristófer Kristjánsson bóndi í
Köldukinn II. Aðrir í stjórn
Búnaðarsambandsins eru nú
Konráð Eggertsson bóndi á
Haukagili og Pétur Sigurðsson
bóndi á Skeggsstöðum. K. K.
FRÉTTABRÉF S.A.FI.K.
Kvenfélagasambandið S.A.H.K.
var stofnað árið 1928, og eru
starfandi kvenfélög í öllum 10
hreppum sýslunnar.
í árslok 1970 var félagatala
229. Fundir á árinu 1970 voru
40, aðrar samkomur 40. Haldinn
er árlega fræðslufundur og öll-
um konum boðin þátttaka, hvort
sem þær eru í kvenfélagi eða
ekki.
Starfandi er Orlofsnefnd. 17
konur nutu orlofsdvalar dagana
12.—17. apríl í Flóðvangi, á veg-
um nefndarinnar.
Farin var Jrriggja daga ferð í
Dalasýslu og Snæfellsnes í ágúst
1970. 30 konur voru í þessari
ferð.
Heimilisiðnaðarnefnd starfar
að söfnun muna og hafa nefnd-
inni borizt margir merkilegir
munir. Ætlunin er, að koma upp
heimilisiðnaðarsafni í tengslum
við Kvennaskólann á Blönduósi,
hefur nefndin fengið til afnota
gömul útihús við Kvennaskól-
ann fyrir væntanlegt safn. í sum-
ar var unnið við viðgerð og end-
urbætur á þaki hússins. Innan-
hússteikningar gáfu þau Guðrún
og Knud Jeppesen arkitektar.
Á formannafundi síðastl. haust
kom fram tillaga um að stefnt
yrði að því, að húnvetnskar kon-
ur gætu afhent safnið, fullbúið, á
100 ára afmæli Kvennaskólans