Húnavaka - 01.05.1971, Page 250
248
HÚNAVAKA
um verðlaunaveitingar fyrir ut-
anhússumgengni.
Á síðasta aðalfundi S.A.H.K.
var samþykkt tillaga um að sam-
bandið beitti sér fyrir að komið
verði upp einshvers konar minn-
isvarða á Ytri-Ey um Kvenna-
skóla Húnvetninga.
Á síðastliðnu hausti beitti sam-
bandið sér fyrir stofnun Tónlist-
arfélags A.-Hún.
Væntanleg er saga sambands-
ins í bókinni Húnaþing, skráð af
frú Valgerði Ágústsdóttur, Geiía-
skarði, ritara sambandsins.
Sambandið nýtur styrks frá
sýslusjóði.
Fundur S.N.K. verður væntan-
lega haldinn hér á félagssvæðinu
næstkomandi sumar.
E. Þ. S.
BYGGÐATRYGGING HF. 10 ÁRA.
Á þessu ári, eða nán-
ar tiltekið 1. maí,
verður Byggðatrygg-
ing h.f. 10 ára. Starf-
semi félagsins hófst
með útgáfu 117 bif-
reiðatryggingaskírteina og 62
skírteina fyrir dráttarvélatrygg-
ingar, síðar á árinu bættust svo
við bruna- og heimilistryggingar
ásamt fleiri tegundum. Heildar-
iðgjöld félagsins námu árið 1961
kr. 133.000.00.
Nú, 10 árum síðar, eru í gangi
um 430 bifreiðaskírteini, 330
dráttarvélaskírteini auk annarra
trygginga. Iðgjaldatekjur félags-
ins á s.l. ári námu kr. 2,5 millj.
Greidd tjón árins 1961 voru kr.
6.530.00, en á s.l. ári koma greidd
og áætluð tjón til með að vera
um kr. 650.000.00.
Árið 1961 voru skráðir 75 hlut-
hafar, nú eru þeir nokkuð á
þriðja hundrað.
Það verður ekki sagt annað en
Húnvetningar hafi tekið vel við
stofnun pessa félags, sem var al-
ger tilraun til þess, að stemma
stigu við brottflutningi fjármuna
úr héraðinu. Tilraunin hefir
sýnt að hún á rétt á sér, m. a. má
ætla, að tilkoma þessa félags hafi
orðið til þess, að halda nokkuð
niðri iðgjöldum á bifreiðatrygg-
ingum, þar eð félagið stendur
utan samtaka stóru félaganna og
er því ekki bundið af samþykkt-
um þeirra.
Byggðatrygging hefir frá byrj-
un gefið 10% arð af bruna- og
heimilistryggingum, auk nokk-
urra fríðinda á öðrum greinum,
s. s. bifreiðatryggingum. Samt
sem áður þyrftu Húnvetningar
og næstu nágrannar okkar að
standa enn fastar saman og flytja
tryggingar sínar í enn ríkari mæli
til félagsins og í því sambandi
mætti fyrst og fremst nefna fast-
eignatryggingar, sem enn eru að
mestu tryggðar hjá Reykjavíkur-