Húnavaka - 01.05.1971, Síða 251
HÚN AVAKA
249
félögunum, án þess að þau veiti
nokkur fríðindi í staðinn, svo að
teljandi sé. Húsbrunar í héraði
okkar eru sem betur fer ákaflega
sjaldgæfir, þannig að iðgjöld af
þeim eru að miklu leyti hreinar
tekjur. Bezta afmælisgjöf Byggða-
trygginga væri því hreyfing í
sveitunum sjálfum í þá átt, að
flytja fasteignatryggingarnar yfir
til félagsins.
Við skulum minnast þess, að
þetta er eina félagið, sem býður
upp á það, að einstaklingurinn
geti gerzt hluthafi og þannig
unnið tvennt í einu: stuðlað að
minni fjármunaflutningi úr hér-
aðinu og haft áhrif á stefnu fé-
lagsins í tryggingamálum.
SKr.
HALLDÓRU BJARNADÓTTUR
AFHENTUR STÓRRIDDARAKROSS.
Endursögn á rœðu Halldóru
Bjarnadóttur, sem hún flutti
þegar henni var afhentur stór-
riddarakross i janúar 1971.
Ég þakka forsetanum okkar,
honum Kristjáni, fyrir þann
mikla heiður að gefa mér þennan
kross og ykkur öllum fyrir að
koma hér þegar mér er afhentur
hann, ég fékk áður kross, það var
árið 1931, en þá ætlaði ég aldrei
að fá hann, hann lenti á ein-
hverjum flækingi. Og var svo
síðast sendur mér í pósti.
Hallilóra Bjarnadóttir jlytur raðu. er
hún tekur á móti stórriddarakrossi.
Ég vil nota tækifærið nú, og
segja nokkur orð um héraðshælið
okkar, þið skiljið það, að það fer
að verða hver síðastur, ég er nú
orðin 97 ára og það er barnaskap-
ur að viðurkenna það ekki það
hlýtur að vera stutt eftir. Ég og
Sigurlaug frænka mín vorum
þær fyrstu sem fluttum hingað
inn, stuttu eftir að héraðshælið
tók til starfa. Ég hef verið hér
alla tíð síðan og hér hefir mér
liðið vel. Þetta er fallegasta hús
á íslandi og það líður öllum vel,
sem hér eiga heima. Ég þakka öll-
um, sambýlisfólki og starfsfólki
fyrir góða viðkynningu. Það eru
nú búnir að vera margir hér og
ég hefi kynnzt mörgum, það eru