Húnavaka - 01.05.1971, Side 254
252
HÚNAVAKA
ástæðan verið húsnæðisleysi, því
að hin litla aðstoðarlæknisíbnð í
Héraðshælinu hefur ekki verið
nægileg til þess að læknir fengist
hér til lengri setu. Aðstoðarlækn-
isíbúðin mun þó verða notuð á-
fram bæði fyrir lækna, sem hing-
að koma til afleysinga í fríum,
svo og fyrir aðra heilbrigðis-
starfsmenn, sem starfa hér hluta
úr árinu, svo sem tannlækna,
sjúkraþjálfara og fleiri. Hingað
er nú kominn annar fastur lækn-
ir í héraðið, Magnús Bliindal
Bjarnason, ásamt fjölskyldu
sinni. Endurbætur hafa staðið
yfir á læknisbústaðnum í Héraðs-
hælinu og flytur Magnús nú í
þá íbúð. Við bjóðum hann vel-
kominn, svo og fjölskyldu hans
og vonum, að þau tini sér hér vel.
Samfara byggingu nýs læknis-
bústaðar og konni annars fasts
læknis hér í héraðið, hefur verið
unnið markvisst að stofnun
læknamiðstöðvar fyrir Austur-
Húnavatnssýslu hér á Blönduósi.
Leitað hefur verið álits allra
sveitarstjórna sýslunnar á þessu
máli og þau gögn síðan send
áfram til landlæknis. Mun land-
læknir nú vinna frekar að þess-
um málum og eru allar líkur til
þess, að á þessu ári verði frá þeim
gengið.
Margt hefur verið rætt og rit-
að um læknaskort dreifbýlisins
og hvaða leiðir ætti að fara til að
leysa það vandamál. Læknafélag
Islands, svo og lteilbrigðisyfir-
völdin hafa álitið það vænlegasí
að komið verði á fót læknamið-
stöðvum með setu tveggja eða
fleiri lækna. Læknafélag íslands
kaus nefnd á sínum tíma til að
kanna þessi mál og skilaði hún
ýtarlegri greinargerð á síðasta að-
alfundi Læknafélags Islands, sem
haldinn var í Vestmannaeyjum
í júní 1970. I þessari greinargerð
er eftirfarandi um Blönduósshér-
að:
„Undanfarin 3 ár hefur Höfða-
héraðiy sem nú telur 605 íbúa,
verið gegnt af héraðslækni
Blönduósshéraðsy sem telur 1705
íbúa. Hefur læknirinn farið
vikulega út á Skagaströnd (23
km), og haft þar opna stofu í
nýju húsnæði, ætluðu til þeirra
nota, og hefur aðstoðarmaður af-
greitt um leið iill lyf úr lyfjabúri
á sama stað. Ný, ófullgerð íbúð
er þar einnig, ætluð héraðslækni.
Engin líkindi eru þó til, að lækn-
ir fáist til að setjast að á Skaga-
strönd úr þessu (fólksfækkun,
betri lækningaaðstaða á Blöndu-
ósi skammt undan). Liggur því
beint við að sameina þessi liéruð
með læknamiðstöð á Blönduósi,
enda hefur verið að því stefnt
síðustu ár, þrátt fyrir harðan and-
róður Skagstrendinga, sem munu
þó farnir að átta sig á þeirri stað-
reynd, að slík tilhögun hefur síð-