Húnavaka - 01.05.1971, Page 256
HÚNAVAKA
254
Unnar að vinna við smásjána.
lærður meinatæknir er nú að
hefja starf. Verið er að fullgera
nýjan læknisbústað og tveir slík-
ir áformaðir síðar, auk elliheim-
ilisviðbyggingar og starfsmanna-
bústaðar. Sést af þessu glögglega,
að þegar er unnið markvisst að
uppbyggingu læknamiðstöðvar á
Blönduósi, og þarf að gera ráð
fyrir tveim læknum auk sjúkra-
hússlæknis. Kæmi vissulega til
greina, að hún yrði einnig fyrir
Vestur-Húnavatnssýslu, ef lækn-
ar fengjust ekki á Hvammstanga.
A því virðast ekki horfur nú, en
sennilega er tryggara að gera ráð
fyrir því síðar meir.“
(Athugun þessi fór fram fyrir
2 árum). Með tilliti til væntan-
legrar læknamiðstöðvar, svo og
þess, að ýmislegt þarf nú að end-
urbæta í Héraðshælinu eftir 15
ára starfsemi, hefur stjórn Hér-
aðshælisins farið þess á leit við
húsameistara ríkisins, að hann
le°°i henni lið varðandi endnr-
oo
skipulagningu á húsinu. Þegar
húsameistari hefur .gengið frá
þessari skipulagningu verður haf-
izt handa um endurnýjun og um-
bætur.
Stjórnin, ásamt héraðslæknin-
um, hefur unnið markvisst að
uppbyggingu hælisins. Á árinu
1969 var ráðinn meinatæknir að
stofnuninni. Var það Unnar
Agnarsson. Var rannsóknastofan
öll endurbyggð og ný tæki keypt
jrangað, en sýslusjóður veitti
styrk til þeirra kaupa. Tæki þessi
munu hafa kostað í kringum 200
þúsund kr. Fyrir skömmu keypti
Héraðshælið smásjá, sem mun
kosta um 158 þús. kr. Með til-
komu meinatæknis og góðrar
rannsóknastofu aukast möguleik-
arnir á ýmsum rannsóknum, sem
orðnar eru nauðsynlegar í sam-
bandi við nútíma læknisjrjón-
ustu.
Rétt fyrir síðustu áramót eign-
aðist hælið svæfingartæki, en á
síðasta sýslunefndarfundi var
samþykkt að veita sjúkrahúsinu
styrk til þessara kaupa. Mun tæk-
ið kosta kringum 180—200 þús.
kr. Kaup á þessu tæki hefur verið