Húnavaka - 01.05.1971, Page 257
H Ú NAVAKA
255
á döfinni nú um nokkurt skeið
og með tilkomu þess verða allar
svæfingar mun auðveldari, bæði
fyrir sjúklinga og þann, sem um
þær sér. Hefur meinatæknirinn,
Unnar Agnarsson, kynnt sér
svæfingar með svona tæki og ann-
ast hann svæfingar undir liand-
leiðslu læknanna.
Héraðshælinu hafa borizt
margar góðar gjafir, bæði frá ein-
staklingum og félagasamtökum.
Nú fyrir skömmu færði Lions-
klúbburinn á Blönduósi Héraðs-
hælinu heyrnarprófunartæki að
gjöf. Mun tæki þetta koma að
góðum notum við prófun á
heyrn, bæði hjá skólabörnum og
almenningi eftir því, sem þörf
þykir. Margar fleiri gjafir hafa
Héraðshælinu borizt. Vill stjórn
þess færa hér öllum, bæði ein-
staklingum og félagasamtökum,
beztu þakkir fyrir. Gamla fólkið,
svo og sjúklingar, minnast með
þakklæti þeirra heimsókna, sem
það hefur orðið aðnjótandi bæði
frá einstaklingum og félagasam-
tökum, sem veitt hafa þeim bæði
skemmtun og veitingar.
1. marz 1971.
NÁTTÚRUVERNDARÁRIÐ 1970.
í tilefni af Náttúruverndarárinu
1970 var sýningin „Náttúru-
vernd á Norðurlandi“ opnuð al-
menningi í Barnaskólahúsinu á
Blönduósi 25.-26. apríl á vegum
Samtaka um náttúruvernd á
Norðurlandi. Helgi Hallgríms-
son safnvörður á Akureyri sá um
sýninguna og flutti nokkur
ávarpsorð.
Þann 26. apríl 1970 var hald-
inn fundur um náttúruvernd í
Flóðvangi í Vatnsdal á vegum
Búnaðarfélags Ashrepps. Gestur
fundarins var Helgi Halloríms-
son, safnvörður Náttúrugripa-
safnsins á Akureyri, og flutíi
hann framsöguerindi um nátt-
úruvernd á fundinum. Einnig
ræddi síra Árni Sigurðsson um
hin nýstofnuðu samtök um nátt-
úruvernd á Norðurlandi. Fund-
urinn var fjölsóttur og umræður
fjörugar. Einnig sýndi Helgi lit-
myndir um hina ýmsu þætti nátt-
úruverndar.
Á. S.
FRÁ LIONSKLÚBBI BLÖNDUÓSS.
Starf Lionsklúbbs
Blönduóss var svipað
s.l. ár og verið hefur
undanfarin ár. Það
er orðinn fastur lið-
ur að fara bílferð með gamla
fólkið á ellideildinni og rólfæra
sjúklinga. í sumar var farið að
Húnavöllum og skólinn skoðað-
ur. Klúbbfélagar spiluðu nokkr-
um sinnum við gamla fólkið á
ellideildinni, gáfu Héraðshælinu