Húnavaka - 01.05.1971, Page 261
HÚNAVAKA
259
um byggðarlögum fyrsta fiokks.
Það tekur því, sem fram er borið
eins og það er og hefur gaman ai.
Hér er fólk aftur á móti þannig,
að sé ekki allt eins og það vill
hafa það, fer það strax að ergja
sig yfir því. Þannig kemur það
sjálfu sér og öðrum í slæmt skap
og skemmtunin verður miklu
minni en hún hefði getað orðið.
Voru Lionsmenn ekki með
mikla samkomu hér í sumar?
Jú, umdæmisþing Lions fyrir
Island var haldið hér og mættu
Lionsfélagar af öllu landinu auk
nokkurra erlendra gesta.
Hvernig létu þeir yfir aðstöðu
í húsinu?
Vel og voru mjög ánægðir.
Segja má, að við höfum nú ágæt-
is aðstöðu til að bjóða upp á í
sambandi við svona þing og ráð-
stefnur. Fyrir þingið buðust
Lionsfélagar á Blönduósi til að
mála allt Félagsheimilið að utan.
Þar unnu þeir mjög gott verk og
eiga miklar þakkir skildar fyrir.
Hvað var fleira gert fyrir hús-
ið?
Helzt það, að loksins var eld-
húsinu komið í viðunandi ástancl
og er það til mikilla bóta við
veizluhöld og slíka mannfagnaði.
Hvernig gekk reksturinn fjár-
hagslega á liðnu ári?
Það eru engar tcilur til um það
ennþá, en það er langt í frá að
hann sé nægilega góður, og ör-
ugglega lakari en 1969. í fljótu
bragði virðist mér það vera á
annað hundrað þúsund krónur,
sem minna kemur inn í aðgangs-
eyri á kvikmyndasýningarnar en
leiga eftir kvikmyndir hækkar.
Þó fleiri hafi hins vegar sótt dans-
leiki og meira fé komið þannig
inn, eykst allur kostnaður gífur-
lega. T. d. virðast allar aðkomu-
hljómsveitir geta leyft sér að
setja alveg ótakmarkað upp, og
eru það orðnar óheyrilegar upp-
hæðir. Hins vegar þýðir ekki
annað en að fá slíkar þekktar
hljómsveitir öðru hverju. Þess
krefst fókið og kemur ekki að
öðrum kosti.
M. Ó.
STUTT FRÉTTAVIÐTAL.
Óvenju miklar vegaframkvæmd-
ir voru í Austur-Húnavatnssýslu
á liðnu sumri. Við snerum okkur
til vegaverkstjórans, Þormóðs
Péturssonar, og ræddum við
hann um þær.
Hver voru helztu verkefni
vegagerðarinnar hér í sumar?
Ný brú var smíðuð yfir Laxá
á Ásum, en gamla brúin var orð-
in mjög hrörleg og mátti segja
að hún væri orðin hættuleg fyrir
svona mikla umferð. Nýja brúin
er 20 metra löng og með tveimur
akreinum. Að henni var lagður
fjögurra km langur vegur. Þá var
lokið við frágang Reykjabrautar