Húnavaka - 01.05.1971, Side 266
264
HÚNAVAKA
irnar. Félagið hefur fengið góða
fyrirgreiðslu hjá Útibúi Búnað-
arbankans, sem veitt hefur góð
rekstrarlán, svo hægt sé að greiða
vinnulaun á réttum tíma.
J. G.
HEIMAVISTARBARNASKÓLINN
AÐ HÚNAVÖLLUM VÍGÐUR.
Laugardaginn 7. nóvember 1970
var heimavistarbarnaskólinn að
Húnavöllum vígður. Skólinn
hafði þá starfað í eitt ár. Öllum
íbúum aðildarhreppa skólans, 16
ára og eldri, var boðið til vígsl-
unnar, svo og ýmsum framá-
mönnum um skólamál, alþingis-
mönnum kjördæmisins, verktök-
um við byggingarframkvæmdir
o. fl.
Athöfnin hófst með helgistund
í umsjá sr. Árna Sigurðssonar,
sóknarprests, en síðan flutti for-
maður byggingarnefndar, Grím-
ur Gíslason, ræðu og birtist hún
á öðrum stað í ritinu. Því næst
talaði formaður skólanefndar,
Torfi Jónsson, Torfalæk. Þar á
eftir fluttu margir af gestunum
ávörp og þeir Þórður Þorsteins-
son, Grund, og Halldór Jónsson,
Leysingjastöðum, fluttu frumort
ljóð. Nokkur skeyti bárust, m. a.
frá menntamálaráðherra, Gylfa
Þ. Gíslasyni, sem ekki gat komið
því við að vera viðstaddur.
Getið var tveggja gjafa, sem
skólanum hafa borizt. Kvenfélag-
ið Von í Torfalækjarhreppi gaf
forkunnarfagra klukku og Guð-
bjartur Þ. Oddsson gaf stórt mál-
verk.
Að ræðuhöldum loknum var
öllum viðstöddum, sem voru á
þriðja hundrað, boðið til kaffi-
drykkju.
M. Ó.
KIRKJAN.
Sunnudagaskóli Blönduósskirkju
starfaði með líku sniði og árin
áður. Komu börnin saman hálfs-
mánaðarlega á sunnudagsmorgn-
um. Sóknarpresturinn stýrði
skólanum, en organisti var ráð-
inn Grímur Eiríksson frá Ljóts-
hólum.
Æskulýðsdagurinn 1970 var
haldinn sunnudaginn 1. marz í
Blönduósskirkju. Sr. Jón Kr. ís-
feld á Bólstað predikaði, en sókn-
arprestur þjónaði fyrir altari.
Ungmenni lásu að vanda pistil
og guðspjall úr kór. Um 200
unglingar voru mættir við guðs-
þjónustuna.
Stúlknakór Æskulýðsfél. Þing-
eyraklausturs söng eins og áður
við hátíðarmessu á aðfangadag
jóla á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi. Stjórnandi kórsins er Jónas
Tryggvason. Einnig færðu stúlk-
urnar vistmönnum Elliheimilis-
ins og sjúklingum Héraðshælis-
ins jólaglaðning frá Æskulýðs-
félaginu.