Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 23
HÚNAVAKA
21
betur með stóru grjóti. Yfirhöfuð trúi ég ekki öðru, en að nú sé svo um
búið, að ekki sé hætta á að bryggjan bili.
Brimið, sem kom hér í byrjun nóvember, var svo stórkostlegt, að
elztu menn muna ekki annað eins, og að þessi eini búkki bilaði mun
hafa komið til af því, að þegar hann í fyrra sumar var settur niður, kom
mikið brim, áður en hægt var að fylla hann nægilega og skekkti hann
nokkuð. Var þá farið að rétta hann við, en mun ekki hafa verið gjört
nógu traustlega.“
Samkvæmt nefndu bréfi var veitt á fjárlögum 4.000 kr. til bryggj-
unnar og auk þess 8.000 kr. lán. Þar af var notað um 3.750 kr. af
fjárveitingunni og kr. 7.500 af lánsheimildinni, svo heildarkostnaður
virðist hafa verið um kr. 11.200. Árið 1910 var lagður vegur frá
Blöndubrú að bryggju, sem ríkissjóður kostaði. Sýslusjóður kostaði þó
veginn eftir brekkunni (um 300 m).
Um bátauppsátur og bátauppsáturstœki.
Eftir lengingu bryggjunnar kom næst fram krafa um að gera báta-
skýli við bryggjuna, þar sem bátarnir gætu legið í öruggu vari og í
sambandi við það reisa 2 krana á bryggjunni til að lyfta bátunum og
yrðu þeir þá fluttir á vögnum, sem gengu eftir sporbraut.
Samkvæmt ósk Stjórnarráðs Islands lét vitamálastjóri (Th. Krabbe)
gera áætlun að nefndum mannvirkjum og er hún dagsett 13. janúar
1915. Þar stendur m.a.:
„Framarlega á bryggjunni er ætlast til, að settir verði upp 2 kranar
með nokkru millibili, þannig að þeir geti tekið bátana við suðurhlið
bryggjunnar á milli sín og fært inn á bryggjuna, þar sem þeir verða
settir á 2 vagna, sem eru breytanlega samtengdir. Vagnar þessir ganga
á sporbraut eftir bryggjunni upp í uppsátrið. Tvær vindur verða settar
upp til að draga vagnana upp eftir, önnur ofanvert við efri enda
bryggjunnar, en hin yzt við norðurvegg uppsátursins. Steypustöplum
þarf að koma fyrir í bryggjunni undir báða kranana, en til þess þarf að
taka upp nokkuð af grjóti, sem er í bryggjunni á þessum stöðum og
fylla síðan að á eftir.
Varnarveggurinn norðan og vestan við uppsátrið er hugsaður á
sama hátt og Geir Zoéga gerði ráð fyrir.“
Bréfinu fylgdi síðan sundurliðuð áætlun yfir þessar framkvæmdir
og hljóðaði hún á kr. 4.300. I áætluninni er gert ráð fyrir tveim
krönum, 100 m spori, 2 vögnum og 2 vindum með tilheyrandi undir-