Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 85
HÚNAVAKA
83
orðinn allþungur. Við hvolfdum úr honum og töldum fenginn, 34
silungar voru þar. Nú var tekið að líða á daginn, en veðrið jafngott og
áður. Við settum okkur niður á þúfu hjá veiðinni og horfðum niður
eftir Fjallabaksánni, en það nafn ber áin eftir að þær falla þrjár saman.
Hún var dálítið freistandi þar sem hún liðaðist meðfram Hofssels-
enginu og féll að lokum i suðurenda Langavatnsins hjá Lambhagan-
um. Við vissum að í henni voru langir, lygnir hyljir og kannski voru
þeir fullir af silungi?
Við tókum netið og hrífuna og héldum af stað niður með ánni, en nú
hafði veiðigæfan brugðist okkur. Nóg var af silungi, en það var sýnd
veiði en ekki gefin, hyljirnir djúpir og langir, netið orðið rifið og
grynningar næstum engar svo hrífan kom að engum notum. Loks
náðum við nokkrum með því að kasta betri endanum á netinu niður
fyrir holbakka og stöppuðum síðan á bakkanum og hræddum þá
þannig í netið. Við vorum orðnir slæptir, klofblautir og löng leið heim,
dagur kominn að kvöldi.
Kvöldskugginn af Víðilækjarfjailinu teygði sig lengra út á Hofs-
selsengið, en kvöldsólin skein á Refshalann austan við Fossdalinn. Við
gengum aftur upp í Tungurnar, hvolfdum úr pokanum og töldum
silungana, þeir voru alls 43.
Nú fórum við að huga að hestunum. Þeir höfðu lítið hreyft sig, voru
í höftunum á beit í starenginu.
Við beisluðum þá og bjuggum upp á þá. Silungurinn var settur í tvo
poka og þeir settir fyrir aftan hnakkinn á Faxa, siðan fór ég á bak. Ég
var léttari og Faxi traustari svo ég fékk það hlutverk að reiða silunginn
vestur yfir skarðið og heim.
Pétur setti netið og nestið niður í töskuna og spennti hana aftan við
hnakkinn á Litla-Brún, og steig á bak. Það var að byrja að skyggja, við
fórum fetið upp skarðið að austan. Er við komum á Þröskuldinn, sáum
við vestur á Húnaflóann. Lengst í fjarska sáust Strandafjöllin böðuð í
sólarlaginu, veðrið gerði það ekki endasleppt við okkur. Ferðin sóttist
frekar seint, því ekki var hægt að fara hraðar en fetið. Er komið var
niður úr Geldingaskarðinu og niður hjá Steinnýjarstöðum var orðið
aldimmt. Þegar komið var heim í svartamyrkri um klukkan 10 um
kvöldið, slægðum við silunginn og létum hann í kalt vatn.
A morgun yrði mest af honum saltað niður í tunnu, það sem ekki
yrði borðað nýtt. Skemmtilegri veiðiferð var lokið, ferð sem gleymist
ekki.