Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 66
64
HÚNAVAKA
þó, því að þau ná fram í Svínafellið og austur í Höldungshól sem er
austasti biðstaður austasta manns af utanheiðarmönnum, en svo eru
þeir kallaðir sem fara frá Víkum og inneftir. Það voru kallaðir innan-
heiðarmenn sem gengu á móti þeim út heiðina. Og þá byrjar einn sá
lengsti ofanrekstur sem ég held að sé til á jafn stuttu gangnasvæði eins
og er milli utanheiðarmanna og innanheiðarmanna, því að ég held að
það sé lengra, þegar miðað er við gömlu Ósrétt í Nesjum, sem við
gengum að í þetta skipti heldur en göngurnar sjálfar.
Ekkert sögulegt gerðist í göngunum sem ég man eftir. Ofanrekstur-
inn gekk áfallalaust lika, en mér er það minnisstætt að sjá safnið á
undan okkur og landið verða fjárlaust eins og allt væri hreinsað burt
sem lífsanda dró. Safnið var rekið framanað ofan um Smálæki og
Grettistak með Þrándarlæk. Grettistakið er sérkennilegt að því leyti að
það eru þrír geysilega stórir steinar og er sá efsti þó minnstur en
óliklegt þó að mannshendur hefðu tekið sig saman, að þær hefðu getað
hlaðið þessu svona upp. Ofanrekstrarleiðin er svo áfram niður með
Þrándarlæknum, eins og ég minntist á áður, og Reiðartjörn sem er
skammt vestur af. Þarna eru ófæruflár sem liggja að Reiðartjörninni
beggja vegna og ber hún nafnið af því að hestum var ýmist riðið þar
yfir eða reknir.
Við tjörnina komu nokkrir innanheiðarmenn saman, svona fimm til
sex manns og fengu sér oftast bita. Austustu mennirnir, líklega fjórir
þeirra voru búnir að vera hestlausir framan frá Bersalæknum sem er
austan við Langavatnið og höfðu þeir gengið út um Höfðavötn á móts
við utanheiðarmenn. Þegar þarna var komið tók ég eftir einum manni,
sem hljóp inn og ofan Svínavatnsflá sem er geysibreið og löng ofan að
Þríhólmavatni, og tók þar þrjár kindur, rak út urðirnar og hjálpaði
þar manni sem var með stóran fjárhóp á undan sér. Þeir komu með féð
í veg fyrir ofanreksturinn. Áfram hélt þessi maður að hlaupa í Svína-
fellsjöðrunum og ekki fór hann á hestbak fyrr en niður hjá Klittum,
sem kallað er, sem er upp af Laxárvatninu meðfram Klittalæk. Þetta
var Eiríkur Eiríksson á Sviðningi, sem var gangnaforingi þeirra
innanmanna. Er mér það enn í minni hvað hann lagði mikið á sig til
að ná fénu í veg fyrir ofanreksturinn með því að hjálpa þeim sem
þarna voru á leiðinni út í biðstaðinn en þeir voru svona aðeins í síðara
lagi í þetta skipti.
Var nú rekið áfram ofan yfir Klittagil og upp hjá Brúnkollu sem er
neðan við gilið og ofan yfir Ósflóann. Þótti mér hann illur yfirferðar,