Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 228
226
HÚNAVAKA
Ebbi Sigtryggsson ættaður frá
Isafirði. Framkvæmdastjóri
Skagstrendings er Sveinn
Ingólfsson. Útgerðarfélagið á nú
skip í smíðum hjá Slippstöðinni
h.f. á Akureyri, sem ætla má að
verði tilbúið um næstu áramót.
Það er af líkri stærð og Arnar.
Hrognkelsaveiðar.
Hrognkelsaveiðar hófust 14. apríl
og stóðu til júníloka. Stunduðu
jaær Helga Björg, dekkbátur, og
þrír trillubátar af Skagaströnd og
tveir trillubátar af Skaga, annar
úr Kálfshamarsvík, en hinn frá
Hróarsstöðum undir Brekkunni.
Afli var fremur rýr en verð sæmi-
legt.
Fiskiveiðar minni báta.
Guðjón Árnason stundaði fyrst
rækjuveiðar frá áramótum, en
síðan var hann seldur suður á
land af eigendum sínum þeim
bræðrum Árna og Sigurjóni
Guðbjartssonum.
Þá kemur nýr bátur Hringur
að nafni, kaupandi var Sveinn
Garðarsson og Bjarni Viggósson.
Báturinn er 21 tonn að stærð.
Rækjuveiðar stunduðu síðan
bátarnir Hringur, Helga Björg og
Auðbjörg. Bátarnir Ólafur
Magnússon og Hafrún voru |}á
fyrst á línuveiðum, en héldu síðan
suður fyrir land og stunduðu
netaveiðar í Grindavíkursjó. Um
vorið voru Hringur og Auðbjörg
á skelfiskveiðum og öfluðu
hörpudisks, en Hafrún, Ólafur
Magnússon og Drífa voru á út-
hafsrækju.
Snemma sumars var keyptur
báturinn Drífa, sem er 88 tonna
járnskip, frá Breiðdalsvík. Kaup-
andi var sameignarfélagið Hauk-
ur. Eigendur eru Guðmundur
Haukur Sigurðsson kennari og
Agnar Már Hávarðarson. Bátur-
inn stundaði fyrst veiðar á út-
hafsrækju, en seinnipart sumars
síldveiðar í reknet fyrir Aust-
fjörðum og fiskaði vel.
Á haustvertíð stunduðu linu-
veiðar bátarnir Drífa, Hafrún og
Ólafur Magnússon. Öfluðu bát-
arnir ágætlega, svo ekki hafa
aflaföng verið betri á línu um
árabil. Rækjuveiðar stunduðu þá
bátarnir Hringur, Auðbjörg og
Helga Björg.
Rœkjuvinnslan h.f.
Rækjuvinnslan starfaði eins og að
undanförnu. Barst með meira
móti af rækjuafla til hússins eða
um 500-600 tonn af rækju auk
skelfisks. Um 20 manns, konur og
karlar, vinna að jafnaði á rækju-
stöðinni. Fólki líkar vel fram-
leiðslan, sem öðlast hefur góðan
orðstír meðal neytenda.
Á árinu var keypt ísvél, mjög
fullkomin, til Rækjustöðvarinn-
ar. Vél þessi framleiðir svo