Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 206
204
HÚNAVAKA
DALBÚINN.
A aðalfundi Ungmennafélags
Bólstaðarhlíðarhrepps 1979 var
ákveðið að endurvekja blað
félagsins „Dalbúann“, en útgáfa
þess hafði þá legið niðri í allmörg
ár. Þessi ákvörðun hlaut góðar
undirtektir, og hafa nú komið út
tvö blöð, það fyrsta í ársbyrjun
1980. Fjölbreytt efni er í blaðinu
svo sem frásagnir, ljóð, sögur og
annað skemmtiefni. Áformað er
að gefa út tvö blöð á ári og leggja
margir til efni auk ritnefndarinn-
ar en hana skipa Ingi
Gúðmundsson, Birgitta Hall-
dórsdóttir og Pétur Pétursson.
Brynjólfur.
UM GARNAVEIKI I
AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
Á undanförnum tveim öldum
hafa verið gerðar nokkrar til-
raunir til að bæta eiginleika is-
lenska fjárins með innflutningi
erlendra fjárkynja. Hafa bændur
sjaldan orðið fyrir öðru en tjóni af
þessum innflutningi, þar sem
honum hafa fylgt nokkrar skæðar
fjárpestir, eins og garnaveiki,
mæðiveiki og fjárkláði.
Hinn 14. mars 1933 var gerð
afdrifarík samþykkt í neðri deild
Alþingis. Var það áskorun til
ríkisstjórnarinnar, um að nota
lagaheimild frá 8. sept. 1931 til
innflutnings Karakúlfjár frá
Þýskalandi. í júlí sama ár komu
til landsins 15 hrútar og 5 ær af
Karakúlkyni. Þessu fé var haldið í
sóttkví í tvo mánuði. Talið er
fullvíst að með þessu fé hafi borist
þrír búfjársjúkdómar, þurra-
mæði, votamæði og garnaveiki.
Auk sauðfjár geta nautgripir og
geitur tekið síðastnefnda sjúk-
dóminn.
Árið 1938 var gerð könnun á
útbreiðslu garnaveiki í Hóla-
hreppi í Skagafirði. Mátti þá
rekja garnaveikina frá upphafs-
bænum, Hólum. Garnaveikin
hefur síðan breiðst um Skaga-
fjörðinn hægt og sígandi, fyrst
austan og síðan vestan vatna.
Árið 1972 var fyrst staðfest
garnaveiki í kind í A.-Hún. Var
það í Engihlíðarhreppi. Það má
heita vonlaust að losna við
garnaveiki úr héraði, sem hún er
einu sinni komin i. Stafar þetta af
því að veikin uppgötvast oft ekki
fyrr en nokkrum árum eftir að
hún kemur á nýjan bæ. Veikin
vinnur stöðugt á hægt og sígandi.
Erfitt er að stöðva framrás veik-
innar, en með aðgæslu má lengi
tefja fyrir útbreiðslu. Bólusetning
er ekki alveg örugg til varnar, en
eykur margfalt viðnámsþróttinn.
Það má því teljast gott, að veikin
skuli ekki hafa komið fyrr í A.-
Hún. Þegar veikin kom upp í
Engihlíðarhreppi, óskuðu margir
bændur vestan Blöndu, að hafin